Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 28-30 | Fimmti sigur Eyjamanna í röð Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 30. mars 2019 20:30 Kristján Örn skoraði átta mörk gegn KA. vísir/bára Það var gríðarleg stemmning í KA-heimilinu fyrr í dag þegar heimamenn í KA tóku á móti liði ÍBV. Bæði lið komu inn í leikinn með sigra á bakinu og mátti því búast við hörkuleik. KA menn leiddu mest allan leikinn en Eyjamenn reyndust sterkari á lokametrunum og lönduðu gríðarlega flottum sigri, 28–30. KA-menn hófu leikinn af miklum krafti á báðum endum vallarins. Sóknarleikur Eyjamanna var stirður og virtust KA-menn einfaldlega hafa svör við flestum aðgerðum gestanna. KA menn náðu þriggja marka forskoti þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tóku þjálfarar gestanna leikhlé sem virtist skila árangri. Sóknarleikurinn skánaði til muna og þegar lokaflaut hálfleiksins gall munaði einu marki á liðunum. Heimamenn leiddu, 16–15. Síðari hálfleikurinn var í járnum frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að skora og Eyjamenn náðu forystunni í stöðunni 19–20 og svo tveggja marka forskoti í 21–23. KA menn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn og gott betur. Þeir náðu tveggja marka forskoti, 27–25, en eftir að ÍBV minnkaði muninn í 27–26 átti sér stað atvik sem varð vendipunktur leiksins. KA menn taka leikhlé þegar fimm mínútur lifðu leiks og þeir með eins marks forystu, 27–26. Þegar þeir koma út úr leikhléinu eru þeir of margir inn á vellinum og því réttilega dæmdar tvær mínútur á bekkinn. Eyjamenn nýttu sér þetta og sigldu sigrinum heim. KA menn fengu hins vegar tækifæri á að jafna leikinn undir lokinn. Tarik Kasumovic neyðist til að taka skot til að forðast leiktöf. Björn Viðar ver í marki gestanna en boltinn endar í fanginu á Degi Gautasyni. KA-menn fá nýja sókn en Tarik tekur þá ótrúegu ákvörðun að skjóta boltanum strax langt fyrir utan punktalínu himin hátt yfir markið. Eyjamenn fengu þá boltann og sirka 10 sekúndur eftir af leiknum. Þeir áttu lokaorðið og fóru, eins og fyrr segir, með tveggja marka sigur, 28–30, heim til Vestmannaeyja.Hverjir stóðu upp úr?Kristján Örn Kristjánsson var drjúgur fyrir gestina og lauk leik með átta mörk. Í liði heimamanna var það stórskyttan Tarik Kasumovic sem skoraði mest, 11 mörk. Hann átti stórgóðan fyrri hálfleik með sex mörk í sjö tilraunum. Eitthvað gekk honum verr að stilla miðið í þeim síðari og lauk leik með 11 mörk í 21 tilraun. Jovan Kukobat var stórgóður í marki KA að vanda og varði 16 skot sem gefur 39% markvörslu.Hvað gerist næst?KA menn fara í heimsókn til Valsmanna á miðvikudaginn næsta. Sá leikur er ansi mikilvægur fyrir KA menn ætli þeir sér að ná í úrslitakeppnissæti. Eyjamenn fá Hauka í heimsókn á sama tíma í leik þar sem Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með jafntefli eða sigri. Ætla má að Eyjamenn geri allt sem í þeirra valdi stendur til að spilla gleðinni fyrir Hafnfirðingum.Kristinn: Erum seinni hálfleiks liðKristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, var sáttur með sitt lið í leikslok á Akureyri í dag. „Við erum að spila hérna í geðveikri umgjörð á móti hörku hörku liði og vissum að þetta yrði mjög erfitt og ég er bara virkilega stoltur að því að við höfum klárað þetta í restina,“ sagði Kristinn. Eyjamenn voru lengi að finna taktinn og tók Kristinn ekkert af KA mönnum þegar kom að því að svara fyrir það. „KA menn voru bara skrefinu á undan í byrjun og greinilega vel gíraðir í leikinn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Við tölum um þetta fyrir hvern einasta leik því að við erum svona seinni hálfleiks lið. En við vorum bara ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik og fáum á okkur allt of mörg mörk.“ Hann sagði jafnframt það í raun hafa verið ótrúlegt að hans menn hafi sloppið inn í hálfleikinn aðeins einu marki undir. Eyjamenn réðu illa við Tarik Kasumovic í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að leggja mikið upp úr því að loka á hann. „KA menn eru bara með hörkulið og að koma hingað er bara ekkert grín. Tarik er sterkur í loftinu og svo eru þeir með menn í kringum sem spila þetta mjög klókt,“ sagði Kristinn og bætti því við að KA liðið væri vel skipulagt og því ekkert óeðlilegt að þeir hafi lent í vandræðum með þá varnarlega í dag. Úrslitakeppnin er handan við hornið og virðast Íslandsmeistararnir vera að ná fram sínu besta á réttum tíma. Kristinn var þó hógvær í svörum. „Við erum ekkert lið sem labbar yfir einn eða neinn. Við vinnum bara svona sigra og verðum bara að vera á tánum með allt sem við gerum.“ Hann sagði deildina einfaldlega vera hrikalega jafna og minntist á að það verði frábært að fá að glíma við Haukana í næstu umferð. Að lokum kom hann inn á hversu ánægður hann væri með holninguna á sínu liði og brunaði svo út á flugvöll með Eyjaliðinu sem átti flug um það bil 40 mínútum eftir að leik lauk.Stefán: Verð að taka það á mig þegar skilaboðin komast ekki áleiðisStefán Árnason, þjálfari KA, var að vonum súr með tap sinna manna gegn ÍBV í dag. „Ég er hrikalega vonsvikinn að hafa ekki unnið þennan leik. Mér finnst það með ólíkindum hvernig við náum að kasta þessu frá okkur í lokin,“ sagði Stefán. Hann vildi þó ekkert af Eyjamönnum taka og sagði þá hafa spilað gríðarlega vel, sér í lagi í síðari háfleiknum. Stefán vildi samt meina að hans menn hafi verið með þennan leik algjörlega í sínum höndum en hrikalega stór mistök á lokamínútum leiksins hafi sennilega kostað þá sigurinn og tók Stefán fulla ábyrgð á þessum mistökum. „Því miður klúðruðum við leik sem við spiluðum vel í 50 mínútur og strákarnir lögðu alveg ótrúlega mikið í þetta og það er hrikalega sárt að þurfa að horfa upp á að fá ekkert út úr þessum leik miðað við hvað lögðum í hann,“ sagði Stefán jafnframt. Mistökin sem Stefán talar um áttu sér stað þegar um fimm mínútur lifðu leiks en þá hófu of margir leikmenn KA liðsins leik að loknu leikhléi. „Þetta er náttúrulega bara með ólíkindum en eins og ég segi þá verð ég að taka það á mig þegar skilaboðin komast ekki áleiðis og það er hrikalega dýrt,“ sagði Stefán súr. Hann bætti því við að þetta hafi verið stór þáttur í því hvernig leiknum lauk. KA-menn gerðu vel í að glíma við Kára Kristján Kristjánsson á línunni en Heimir Örn Árnason fékk þó reisupassann áður en yfir lauk með þrjár brottvísanir. Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga við Kára og sagði Stefán: „Kári Kristján er frábær og langbesti línumaðurinn í þessari deild, með fullri virðingu fyrir mörgum góðum, en hann er bara búinn að eiga frábært tímabil.“ Stefán sagði sérstaklega súrt að tapa leik vegna skorts á klókindum undir lokin. Hann tók þó skýrt fram að hans menn leggji sig alltaf á fullu fram og þeir séu í raun bara enn að læra á deildina sem nýliðar. „Það sem við þurfum að læra og taka úr þessu að þetta er ekki alltaf spurning um að leggja meira og meira á sig. Stundum eins og síðustu fimm til átta mínúturnar þurfa menn að vera klókari og það má ekki gera þessi einföldu mistök,“ bætti Stefán við. KA á tvo erfiða leiki framundan og sitja sem stendur í níunda sæti deildarinnar og spurður út í möguleika sinna manna á sæti í úrslitakeppninni stóð ekki á svari: „Við höldum bara áfram. Við erum bara bjartsýnir. Við förum bara í hvern einasta leik til að vinna hann og höfum séð að við erum með lið sem getur gert hvað sem er og unnið hvern sem er. Við erum bara á fyrsta ári í deildinni og erum bara að reyna að taka eitthvað út úr hverjum leik og það er klárt að við munum nýta þessa tvo leiki eins vel og við getum,“ sagði Stefán að lokum.Fannar Þór: Alvöru iðnaðarsigurFannar Þór Friðgeirsson, leikmaður ÍBV, var að vonum ánægður í leikslok. Hann sagði sigurinn vera mjög góðan. „Það er alltaf sterkt að koma hingað norður og vinna. Við erum á góðu rönni núna og þetta er bara flott.“ KA-menn leiddu lungan úr leiknum og Fannar tók undir það með blaðamanni að þetta hafi verið mjög erfiður leikur. „Þetta var bara alvöru iðnaðarsigur. Þeir buðu bara upp á hörkuleik og það var mikið um læti og slagsmál og við höfum bara gaman að því,“ sagði Fannar og sagði jafnframt: „Við förum heim með punktana og erum sáttir með það.“ Sóknarleikur Eyjamanna var lengi í gang og inntur eftir svörum hvað það varðar sagði Fannar: „Menn kannski eitthvað ekki innstilltir í leikinn, en það er enginn skýring á því, stundum er það bara þannig. En við unnum okkur vel inn í leikinn og unnum held ég bara verðskuldað.“ Eyjamenn hafa verið á miklum skriði undanfarið og sitja sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, einu sæti frá heimavallaréttinum. FH ingar eiga sem stendur leik til góða og tvö stig á ÍBV. „Í þessari umferð mætast FH og Valur og ef úrslitin eru okkur hagstæð þá er allt opið,“ sagði Fannar og jafnframt að Eyjamenn ætli að sjálfsögðu að halda pressu á bikarmeisturunum. „Við sjáum svo bara til hvað gerist, það skiptir kannski ekki öllu máli í hvaða sæti við lendum. Við erum komnir á gott skrið og mætum bara fullir sjáfstrausts inn í úrslitakeppnina,“ sagði Fannar að lokum. Olís-deild karla
Það var gríðarleg stemmning í KA-heimilinu fyrr í dag þegar heimamenn í KA tóku á móti liði ÍBV. Bæði lið komu inn í leikinn með sigra á bakinu og mátti því búast við hörkuleik. KA menn leiddu mest allan leikinn en Eyjamenn reyndust sterkari á lokametrunum og lönduðu gríðarlega flottum sigri, 28–30. KA-menn hófu leikinn af miklum krafti á báðum endum vallarins. Sóknarleikur Eyjamanna var stirður og virtust KA-menn einfaldlega hafa svör við flestum aðgerðum gestanna. KA menn náðu þriggja marka forskoti þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tóku þjálfarar gestanna leikhlé sem virtist skila árangri. Sóknarleikurinn skánaði til muna og þegar lokaflaut hálfleiksins gall munaði einu marki á liðunum. Heimamenn leiddu, 16–15. Síðari hálfleikurinn var í járnum frá upphafi til enda. Liðin skiptust á að skora og Eyjamenn náðu forystunni í stöðunni 19–20 og svo tveggja marka forskoti í 21–23. KA menn gáfust ekki upp og náðu að jafna leikinn og gott betur. Þeir náðu tveggja marka forskoti, 27–25, en eftir að ÍBV minnkaði muninn í 27–26 átti sér stað atvik sem varð vendipunktur leiksins. KA menn taka leikhlé þegar fimm mínútur lifðu leiks og þeir með eins marks forystu, 27–26. Þegar þeir koma út úr leikhléinu eru þeir of margir inn á vellinum og því réttilega dæmdar tvær mínútur á bekkinn. Eyjamenn nýttu sér þetta og sigldu sigrinum heim. KA menn fengu hins vegar tækifæri á að jafna leikinn undir lokinn. Tarik Kasumovic neyðist til að taka skot til að forðast leiktöf. Björn Viðar ver í marki gestanna en boltinn endar í fanginu á Degi Gautasyni. KA-menn fá nýja sókn en Tarik tekur þá ótrúegu ákvörðun að skjóta boltanum strax langt fyrir utan punktalínu himin hátt yfir markið. Eyjamenn fengu þá boltann og sirka 10 sekúndur eftir af leiknum. Þeir áttu lokaorðið og fóru, eins og fyrr segir, með tveggja marka sigur, 28–30, heim til Vestmannaeyja.Hverjir stóðu upp úr?Kristján Örn Kristjánsson var drjúgur fyrir gestina og lauk leik með átta mörk. Í liði heimamanna var það stórskyttan Tarik Kasumovic sem skoraði mest, 11 mörk. Hann átti stórgóðan fyrri hálfleik með sex mörk í sjö tilraunum. Eitthvað gekk honum verr að stilla miðið í þeim síðari og lauk leik með 11 mörk í 21 tilraun. Jovan Kukobat var stórgóður í marki KA að vanda og varði 16 skot sem gefur 39% markvörslu.Hvað gerist næst?KA menn fara í heimsókn til Valsmanna á miðvikudaginn næsta. Sá leikur er ansi mikilvægur fyrir KA menn ætli þeir sér að ná í úrslitakeppnissæti. Eyjamenn fá Hauka í heimsókn á sama tíma í leik þar sem Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með jafntefli eða sigri. Ætla má að Eyjamenn geri allt sem í þeirra valdi stendur til að spilla gleðinni fyrir Hafnfirðingum.Kristinn: Erum seinni hálfleiks liðKristinn Guðmundsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, var sáttur með sitt lið í leikslok á Akureyri í dag. „Við erum að spila hérna í geðveikri umgjörð á móti hörku hörku liði og vissum að þetta yrði mjög erfitt og ég er bara virkilega stoltur að því að við höfum klárað þetta í restina,“ sagði Kristinn. Eyjamenn voru lengi að finna taktinn og tók Kristinn ekkert af KA mönnum þegar kom að því að svara fyrir það. „KA menn voru bara skrefinu á undan í byrjun og greinilega vel gíraðir í leikinn,“ sagði Kristinn og bætti við: „Við tölum um þetta fyrir hvern einasta leik því að við erum svona seinni hálfleiks lið. En við vorum bara ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik og fáum á okkur allt of mörg mörk.“ Hann sagði jafnframt það í raun hafa verið ótrúlegt að hans menn hafi sloppið inn í hálfleikinn aðeins einu marki undir. Eyjamenn réðu illa við Tarik Kasumovic í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að leggja mikið upp úr því að loka á hann. „KA menn eru bara með hörkulið og að koma hingað er bara ekkert grín. Tarik er sterkur í loftinu og svo eru þeir með menn í kringum sem spila þetta mjög klókt,“ sagði Kristinn og bætti því við að KA liðið væri vel skipulagt og því ekkert óeðlilegt að þeir hafi lent í vandræðum með þá varnarlega í dag. Úrslitakeppnin er handan við hornið og virðast Íslandsmeistararnir vera að ná fram sínu besta á réttum tíma. Kristinn var þó hógvær í svörum. „Við erum ekkert lið sem labbar yfir einn eða neinn. Við vinnum bara svona sigra og verðum bara að vera á tánum með allt sem við gerum.“ Hann sagði deildina einfaldlega vera hrikalega jafna og minntist á að það verði frábært að fá að glíma við Haukana í næstu umferð. Að lokum kom hann inn á hversu ánægður hann væri með holninguna á sínu liði og brunaði svo út á flugvöll með Eyjaliðinu sem átti flug um það bil 40 mínútum eftir að leik lauk.Stefán: Verð að taka það á mig þegar skilaboðin komast ekki áleiðisStefán Árnason, þjálfari KA, var að vonum súr með tap sinna manna gegn ÍBV í dag. „Ég er hrikalega vonsvikinn að hafa ekki unnið þennan leik. Mér finnst það með ólíkindum hvernig við náum að kasta þessu frá okkur í lokin,“ sagði Stefán. Hann vildi þó ekkert af Eyjamönnum taka og sagði þá hafa spilað gríðarlega vel, sér í lagi í síðari háfleiknum. Stefán vildi samt meina að hans menn hafi verið með þennan leik algjörlega í sínum höndum en hrikalega stór mistök á lokamínútum leiksins hafi sennilega kostað þá sigurinn og tók Stefán fulla ábyrgð á þessum mistökum. „Því miður klúðruðum við leik sem við spiluðum vel í 50 mínútur og strákarnir lögðu alveg ótrúlega mikið í þetta og það er hrikalega sárt að þurfa að horfa upp á að fá ekkert út úr þessum leik miðað við hvað lögðum í hann,“ sagði Stefán jafnframt. Mistökin sem Stefán talar um áttu sér stað þegar um fimm mínútur lifðu leiks en þá hófu of margir leikmenn KA liðsins leik að loknu leikhléi. „Þetta er náttúrulega bara með ólíkindum en eins og ég segi þá verð ég að taka það á mig þegar skilaboðin komast ekki áleiðis og það er hrikalega dýrt,“ sagði Stefán súr. Hann bætti því við að þetta hafi verið stór þáttur í því hvernig leiknum lauk. KA-menn gerðu vel í að glíma við Kára Kristján Kristjánsson á línunni en Heimir Örn Árnason fékk þó reisupassann áður en yfir lauk með þrjár brottvísanir. Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga við Kára og sagði Stefán: „Kári Kristján er frábær og langbesti línumaðurinn í þessari deild, með fullri virðingu fyrir mörgum góðum, en hann er bara búinn að eiga frábært tímabil.“ Stefán sagði sérstaklega súrt að tapa leik vegna skorts á klókindum undir lokin. Hann tók þó skýrt fram að hans menn leggji sig alltaf á fullu fram og þeir séu í raun bara enn að læra á deildina sem nýliðar. „Það sem við þurfum að læra og taka úr þessu að þetta er ekki alltaf spurning um að leggja meira og meira á sig. Stundum eins og síðustu fimm til átta mínúturnar þurfa menn að vera klókari og það má ekki gera þessi einföldu mistök,“ bætti Stefán við. KA á tvo erfiða leiki framundan og sitja sem stendur í níunda sæti deildarinnar og spurður út í möguleika sinna manna á sæti í úrslitakeppninni stóð ekki á svari: „Við höldum bara áfram. Við erum bara bjartsýnir. Við förum bara í hvern einasta leik til að vinna hann og höfum séð að við erum með lið sem getur gert hvað sem er og unnið hvern sem er. Við erum bara á fyrsta ári í deildinni og erum bara að reyna að taka eitthvað út úr hverjum leik og það er klárt að við munum nýta þessa tvo leiki eins vel og við getum,“ sagði Stefán að lokum.Fannar Þór: Alvöru iðnaðarsigurFannar Þór Friðgeirsson, leikmaður ÍBV, var að vonum ánægður í leikslok. Hann sagði sigurinn vera mjög góðan. „Það er alltaf sterkt að koma hingað norður og vinna. Við erum á góðu rönni núna og þetta er bara flott.“ KA-menn leiddu lungan úr leiknum og Fannar tók undir það með blaðamanni að þetta hafi verið mjög erfiður leikur. „Þetta var bara alvöru iðnaðarsigur. Þeir buðu bara upp á hörkuleik og það var mikið um læti og slagsmál og við höfum bara gaman að því,“ sagði Fannar og sagði jafnframt: „Við förum heim með punktana og erum sáttir með það.“ Sóknarleikur Eyjamanna var lengi í gang og inntur eftir svörum hvað það varðar sagði Fannar: „Menn kannski eitthvað ekki innstilltir í leikinn, en það er enginn skýring á því, stundum er það bara þannig. En við unnum okkur vel inn í leikinn og unnum held ég bara verðskuldað.“ Eyjamenn hafa verið á miklum skriði undanfarið og sitja sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, einu sæti frá heimavallaréttinum. FH ingar eiga sem stendur leik til góða og tvö stig á ÍBV. „Í þessari umferð mætast FH og Valur og ef úrslitin eru okkur hagstæð þá er allt opið,“ sagði Fannar og jafnframt að Eyjamenn ætli að sjálfsögðu að halda pressu á bikarmeisturunum. „Við sjáum svo bara til hvað gerist, það skiptir kannski ekki öllu máli í hvaða sæti við lendum. Við erum komnir á gott skrið og mætum bara fullir sjáfstrausts inn í úrslitakeppnina,“ sagði Fannar að lokum.