Flugfreyjurnar aftur á spítalana Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 11:33 Nú er WOW-ævintýrið að baki. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hafa starfað í háloftunum á vegum WOW hafa sumir hverjir sett sig í samband við Landspítalann og athugað með stöður. Þar eru þeir velkomnir. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“ Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00