Skúli hafi „brennt peninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:00 Það var kuldalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/vilhelm Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00