Skutu birnu og húna í vetrardvala og hreyktu sér af glæpnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 22:37 Feðgarnir sjást hér fagna við híði bjarnanna. Birnan liggur dauð við fætur þeirra. SKjáskot/Youtube Dýraverndunarsamtök í Alaska birtu í dag myndband sem sýnir feðga skjóta birnu og húna hennar, sem lagst höfðu í híði yfir veturinn. Mennirnir sjást svo hreykja sér af því að þeir verði aldrei uppvísir að athæfinu. Ólöglegt er að drepa birnur með húna á umræddu svæði í Alaska en mennirnir hlutu báðir fangelsisdóm fyrir verknaðinn. Myndbandið, sem tekið var upp í apríl í fyrra, var birt á heimasíðu dýraverndunarsamtakanna Humane Society. Umræddir birnir, birna með tvo húna, voru hluti af dýralífsrannsókn á svæðinu og því hafði öryggismyndavél verið komið fyrir við munnann á híðinu. Í myndbandinu sjást feðgarnir Andrew og Owen Renner koma skíðandi að híði bjarnanna, miða byssum sínum inn og skjóta. Heyra má húnana tvo veina inni í híðinu en feðgarnir sjást svo draga hræ móðurinnar út og fagna. „Þau munu aldrei geta bendlað þetta við okkur,“ segir annar þeirra þá við hinn. Feðgarnir hlutu báðir dóm fyrir verknaðinn. Andrew var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða yfir milljón íslenskra króna í sekt, en Owen hlaut skilorðsbundinn dóm og var skikkaður til að gegna samfélagsþjónustu. Myndband dýraverndunarsamtakanna af athæfi feðganna má sjá hér að neðan. Bandaríkin Dýr Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Sjá meira
Dýraverndunarsamtök í Alaska birtu í dag myndband sem sýnir feðga skjóta birnu og húna hennar, sem lagst höfðu í híði yfir veturinn. Mennirnir sjást svo hreykja sér af því að þeir verði aldrei uppvísir að athæfinu. Ólöglegt er að drepa birnur með húna á umræddu svæði í Alaska en mennirnir hlutu báðir fangelsisdóm fyrir verknaðinn. Myndbandið, sem tekið var upp í apríl í fyrra, var birt á heimasíðu dýraverndunarsamtakanna Humane Society. Umræddir birnir, birna með tvo húna, voru hluti af dýralífsrannsókn á svæðinu og því hafði öryggismyndavél verið komið fyrir við munnann á híðinu. Í myndbandinu sjást feðgarnir Andrew og Owen Renner koma skíðandi að híði bjarnanna, miða byssum sínum inn og skjóta. Heyra má húnana tvo veina inni í híðinu en feðgarnir sjást svo draga hræ móðurinnar út og fagna. „Þau munu aldrei geta bendlað þetta við okkur,“ segir annar þeirra þá við hinn. Feðgarnir hlutu báðir dóm fyrir verknaðinn. Andrew var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða yfir milljón íslenskra króna í sekt, en Owen hlaut skilorðsbundinn dóm og var skikkaður til að gegna samfélagsþjónustu. Myndband dýraverndunarsamtakanna af athæfi feðganna má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Dýr Mest lesið „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Veður Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Innlent Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Erlent Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Innlent Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Innlent Hellisheiði lokað vegna fastra bíla Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent „Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Sjá meira