Neyðaráætlanir víða virkjaðar vegna gjaldþrots WOW Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2019 20:30 Neyðaráætlanir voru virkjaðar víðsvegar í dag vegna þúsunda farþega WOW air sem urðu strandaglópar eftir að félagið varð gjaldþrota og lagði þar með niður starfsemi í morgun. Ráðherrar komu saman í forsætisráðuneytinu og flugfélög buðu farþegum WOW upp á sérfargjöld. Legið hefur fyrir undanfarnar vikur að stjórnendur WOW Air réru lífróður til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eftir að stórir kröfuhafar samþykktu í fyrradag að breyta skuldum í hlutafé og leit hófst að nýjum fjárfestum til að leggja til aukið hlutafé upp á um fimm milljarða kviknaði veik von um að það tækist að bjarga félaginu. Flestir fóru því að sofa í gærkvöldi nokkuð öryggir um að félagið héldi velli í einhverja daga til viðbótar að minnsta kosti. Upp úr miðnætti bárust fyrstur fréttir um kyrrsetningu flugvélar WOW í Montréal í Kanda og síðar um nóttina að sjö flugfélar WOW hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum og Kanada. Um klukkan þrjú í nótt kom tilkynning frá WOW um að félagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp en allt flug hefði verið stöðvað þangað til þeir samningar yrðu kláraðir. Það var því greinilega enn haldið í vonina á þessum tímapunkti þar sem boðað var að nánari upplýsingar yrðu gefnar klukkan níu í morgun. En töluvert áður en klukkan sló níu komu tilkynningar á vefsíðum flugfélagsins og Samgöngustofu um að félagið væri hætt allri starfsemi.Ráðherrar á neyðarfundi Stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála undanfarna mánuði og strax upp úr klukkan níu kom hluti ríkisstjórnarinnar saman í forsætisráðuneytinu, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Þessi staða sem upp er komin, kom hún á óvart?„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til að fara yfir þetta. Ég skal veita viðtal síðar í dag. En við erum auðvitað búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma. Mér er sagt að þú sért sá ráðherra sem fari með viðbragðsáætlun stjórnvalda.”Er þegar búi að virkja hana?„Já,” sagði samgönguráðherra á leið til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þegar þarna var komið var komið hafði örvænting gripið um sig hjá mörgum þeirra að minnsta kosti þrjú þúsund farþega sem áttu bókað far með WOW ýmist hér á landi eða vestan hafs sem höfðu þá fengið takmarkaðar upplýsingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir atburðarásina hafa verið hraða á lokametrunum. „Það hefur margt gerst á milli klukkustunda sem hafa liðið. Þannig að í gærkvöldi vissum við að þau væru enn að berjast og reyna að ná þessu. Svo kom í ljós þegar maður vaknaði snemma í morgun að það hafði ekki tekist,” segir Þórdís Kolbrún. Önnur flugfélög koma til aðstoðar En strax snemma í morgun hafði IATA alþjóðasamtök flugfélaga sent út tilkynningu um gjaldþrot WOW með tilmælum til annarra flugfélaga um að aðstoða farþega félagsins við að koma þeim til áfangastaða sinna á sérkjörum. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa byrjað að aðstoða farþega strax í morgun. „Ég vil byrja á að segja að þetta er sorgardagur í fluggeiranum á Íslandi og hugur okkar er hjá starfsfólki WOW air. En strax í morgun virkjuðum við okkar viðbragðsáætlun sem felst í því að bjóða farþegum WOW upp á sérfargjöld. Jafnframt höfum við verið að vinna í því að aðstoða við að koma áhöfnum WOW air til síns heima þeim að kostnaðarlausu,” sagði Bogi Nils. Farþegar WOW njóta sérkjara hjá Icelandair næstu tvær vikurnar með framvísun farseðla en löng röð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair og annarra félaga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Neyðaráætlanir voru virkjaðar víðsvegar í dag vegna þúsunda farþega WOW air sem urðu strandaglópar eftir að félagið varð gjaldþrota og lagði þar með niður starfsemi í morgun. Ráðherrar komu saman í forsætisráðuneytinu og flugfélög buðu farþegum WOW upp á sérfargjöld. Legið hefur fyrir undanfarnar vikur að stjórnendur WOW Air réru lífróður til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Eftir að stórir kröfuhafar samþykktu í fyrradag að breyta skuldum í hlutafé og leit hófst að nýjum fjárfestum til að leggja til aukið hlutafé upp á um fimm milljarða kviknaði veik von um að það tækist að bjarga félaginu. Flestir fóru því að sofa í gærkvöldi nokkuð öryggir um að félagið héldi velli í einhverja daga til viðbótar að minnsta kosti. Upp úr miðnætti bárust fyrstur fréttir um kyrrsetningu flugvélar WOW í Montréal í Kanda og síðar um nóttina að sjö flugfélar WOW hefðu verið kyrrsettar í Bandaríkjunum og Kanada. Um klukkan þrjú í nótt kom tilkynning frá WOW um að félagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp en allt flug hefði verið stöðvað þangað til þeir samningar yrðu kláraðir. Það var því greinilega enn haldið í vonina á þessum tímapunkti þar sem boðað var að nánari upplýsingar yrðu gefnar klukkan níu í morgun. En töluvert áður en klukkan sló níu komu tilkynningar á vefsíðum flugfélagsins og Samgöngustofu um að félagið væri hætt allri starfsemi.Ráðherrar á neyðarfundi Stjórnvöld hafa fylgst með þróun mála undanfarna mánuði og strax upp úr klukkan níu kom hluti ríkisstjórnarinnar saman í forsætisráðuneytinu, þeirra á meðal Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Þessi staða sem upp er komin, kom hún á óvart?„Ég vil nú fyrst og fremst fá tækifæri til að fara yfir þetta. Ég skal veita viðtal síðar í dag. En við erum auðvitað búin að vera að undirbúa meðal annars þessa niðurstöðu í mjög langan tíma. Mér er sagt að þú sért sá ráðherra sem fari með viðbragðsáætlun stjórnvalda.”Er þegar búi að virkja hana?„Já,” sagði samgönguráðherra á leið til fundar með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og ferðamálaráðherra. Þegar þarna var komið var komið hafði örvænting gripið um sig hjá mörgum þeirra að minnsta kosti þrjú þúsund farþega sem áttu bókað far með WOW ýmist hér á landi eða vestan hafs sem höfðu þá fengið takmarkaðar upplýsingar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir atburðarásina hafa verið hraða á lokametrunum. „Það hefur margt gerst á milli klukkustunda sem hafa liðið. Þannig að í gærkvöldi vissum við að þau væru enn að berjast og reyna að ná þessu. Svo kom í ljós þegar maður vaknaði snemma í morgun að það hafði ekki tekist,” segir Þórdís Kolbrún. Önnur flugfélög koma til aðstoðar En strax snemma í morgun hafði IATA alþjóðasamtök flugfélaga sent út tilkynningu um gjaldþrot WOW með tilmælum til annarra flugfélaga um að aðstoða farþega félagsins við að koma þeim til áfangastaða sinna á sérkjörum. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið hafa byrjað að aðstoða farþega strax í morgun. „Ég vil byrja á að segja að þetta er sorgardagur í fluggeiranum á Íslandi og hugur okkar er hjá starfsfólki WOW air. En strax í morgun virkjuðum við okkar viðbragðsáætlun sem felst í því að bjóða farþegum WOW upp á sérfargjöld. Jafnframt höfum við verið að vinna í því að aðstoða við að koma áhöfnum WOW air til síns heima þeim að kostnaðarlausu,” sagði Bogi Nils. Farþegar WOW njóta sérkjara hjá Icelandair næstu tvær vikurnar með framvísun farseðla en löng röð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair og annarra félaga í flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00 Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Gjaldþrot WOW hefur áhrif á tekjuáætlun ríkissjóðs Leiðtogar stjórnarflokkanna segja gjaldþrot WOW vissulega vera áfall en efnahagsleg áhrif verði væntanlega minni en áður hafi verið talið. 28. mars 2019 20:00
Fljúga alls 7500 strandaglópum heim í kjölfar „sorgardags í íslenskri flugsögu“ Flugfélagið Icelandair mun alls fljúga um 7500 strandaglópum flugfélagsins Wow air, bæði almennum farþegum og áhafnarmeðlimum, til síns heima í kjölfar gjaldþrots síðarnefnda félagsins. 28. mars 2019 18:28