Hátt verðlag á Íslandi meira áhyggjuefni en WOW air Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2019 15:55 Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel, tekur eftir breyttu ferðamynstri hjá sínum viðskiptavinum. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Travel, hefur meiri áhyggjur af háu verðlagi á Íslandi en falli WOW air í tengslum við samdrátt í ferðaþjónustunni á Íslandi. Hann segir að undanfarið ár hafi hann tekið eftir breyttu ferðamynstri hjá ferðamönnum sem koma hingað til lands. Hörður hefur þannig tekið eftir því að minni eftirspurn er í dýrari ferðir hjá fyrirtækinu þar sem jafnvel er farið í kringum landið. Ferðirnar þyki orðið of dýrar fyrir ferðamennina sem kjósi í auknum mæli styttri dvöl og minni eyðslu. „Fólk er frekar að koma til að dvelja stutt og velur þá að binda sig meira við Suðvesturhornið í staðinn fyrir að kíkja á allt landið. Því miður þá er það kannski það sorglega við þetta að landsbyggðin líður fyrir þetta en sá samdráttur var kominn fyrir fall WOW air,“ segir Hörður. Aðspurður hvernig fréttir af WOW air horfi við honum svarar hann því til að fall WOW muni sennilega hafa áhrif til skemmri tíma. Hann segir að flestir viðskiptavina sinna séu búnir að bóka flug með öðrum flugfélögum. „Þá get ég ekki leynt því að Icelandair er mjög stór aðili í því og flytur okkar farþega að stærstum hluta.“ Sá hópur sem á í hvað mestu vandræðunum vegna WOW air og hefur keypt ferðir af Iceland Travel eru Ísraelsmenn sem áttu beint flug frá Tel Aviv. Hörður segir að þeir þurfi væntanlega að finna aðrar leiðir en beina flugið. Þrátt fyrir að fall WOW air hafi óneitanleg áhrif þurfi það þó ekki að þýða að ferðamennirnir hætti við að koma. „Ég held að þegar rykið fellur eftir nokkra daga þá verði myndin kannski nokkuð skýr og ég á ekki von á því, allavega hvað varðar þá farþega sem við eigum von á frá Iceland travel, muni hafa umtalsverð áhrif, ég sé það ekki.“ Iceland Travel er fyrst og fremst á heildsölumarkaði og hannar ferðir fyrir aðrar ferðaskrifstofur erlendis þannig að réttur neytenda fer eftir þeim reglum sem gilda í hverju landi fyrir sig en hingað til hefur enginn hringt í ferðaskrifstofunna og beðið um endurgreiðslu að sögn Harðar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08
WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Samgöngustofa fór aldrei nærri því að grípa til aðgerða. 28. mars 2019 09:42
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31