WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. mars 2019 14:31 Frá Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem fjöldi strandaglópa hefur verið í dag vegna falls WOW air. vísir/vilhelm „Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir. Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
„Ég fékk meldingu núna áðan, um að málið hafi verið tekið fyrir klukkan 13:30. Og í kjölfarið var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Ég og Þorsteinn Einarsson vorum skipaðir skiptastjórar,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í stuttu samtali við Vísi. Sveinn segir það ekki fara á milli mála að þetta verkefni sé stórt og þeir Þorsteinn séu að koma alveg nýir að þessu. Sveinn var á leið á fund vegna málsins þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir skömmu. Þannig liggur ekkert fyrir um það til dæmis hvort starfsfólk fær greitt laun nú um mánaðamót eða hvort eitthvað fæst upp í kröfur í þrotabúið.Miklir rekstrarörðugleikar í töluverðan tíma Tilkynnt var um það í morgun að félagið hefði hætt starfsemi en í nótt var öllum flugferðum þess í dag aflýst. WOW air hafði verið í miklum rekstrarerfiðleikum í töluverðan tíma. Á þriðjudag tilkynnti félagið að skuldabréfaeigendur félagsins hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé. Kröfuhafar höfðu því í raun tekið félagið yfir og Skúli Mogensen, stofnandi WOW air, var því ekki lengur eini eigandi þess. Hann var hins vegar hluthafi eins og aðrir skuldabréfaeigendur og var áfram forstjóri fyrirtækisins. Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Það tókst ekki. WOW air var stofnað árið 2011 og fór í jómfrúarflug sitt í maí 2012. Í október sama ár tók félagið yfir rekstur Iceland Express og ári síðar fékk WOW air flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu. Félagið óx hratt en fyrsta árið voru farþegarnir 111.400 talsins. Annað árið voru þeir orðnir 421.000 og árið 2014 voru þeir 495.000. Árið 2015 voru þeir 730.000 og árið 2016 voru farþegarnir orðnir 1,6 milljónir. Árið 2017 voru farþegarnir orðnir þrjár milljónir og í fyrra 3,5 milljónir.
Fréttir af flugi Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36 WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Setti aleiguna í WOW: Trúir því að með „aðeins meiri tíma“ hefði tekist að bjarga félaginu Viðræður um fjármögnun rekstursins stóðu yfir í alla nótt og til sjö í morgun en þegar flugvélar voru kyrrsettar í Bandaríkjunum hafi hlutirnir gerst mjög hratt. 28. mars 2019 12:36
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06