Hitinn er þó ekki jafn slæmur og hann var nú þegar að tímasetning kappakstursins var færð árið 2014. Nú byrjar kappaksturinn að kvöldi til og keyra bílarnir inn í nóttina.
Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegari í Ástralíukappakstrinum fyrir tveimur vikum. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, fimmfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom annar í mark.
Alltaf þegar að lið endar í fyrsta og öðru sæti í fyrstu keppni hefur það þýtt að liðið verði heimsmeistari bílasmiða. Auk þess hefur ökumaðurinn sem vinnur í því tilfelli alltaf orðið heimsmeistari ökuþóra. Það má því með sanni segja að sögubækurnar eru með Bottas.

Samstarf Red Bull og Honda byrjaði vel er Max Verstappen kom þriðji í mark í Melbourne. Lykill að velgengni í Barein hefur ávalt verið góð vél og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull bílunum um helgina.
Öll pressan er á Ferrari eftir að ökumenn liðsins náðu aðeins fjórða og fimmta sæti í Ástralíu. Ferrari bíllinn virtist vera sá hraðasti í prófunum en annað kom í daginn í fyrstu keppninni.
,,Ég trúi ekki öðru en að Ferrari muni koma sterkari til leiks í Barein’’ sagði Toto Wolff, yfirmaður Mercedes, á blaðamannafundi fyrir keppnina.
Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verða að sjálfsögðu allt í beinni á Stöð 2 Sport. Ræst verður af stað í kappaksturinn klukkan þrjú á sunnudaginn.