Icelandair vel í stakk búið þrátt fyrir MAX-vandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2019 12:39 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni. Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir flugfélagið ágætlega í stakk búið til að aðstoða þá farþega sem höfðu fyrirhugað að ferðast með WOW air. Hugur Icelandair sé hjá starfsmönnum WOW á þessum sorgardegi í flugsögu Íslands. Bogi, sem ræddi við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2, segir að töluverður fjöldi fólks hafi sett sig í samband við Icelandair eftir að ljóst var að WOW hefði hætt starfsemi. Icelandair hafi virkjað viðbragðsáætlun sína, sem meðal annars felst í því að bjóða strandaglópum upp á sérfargjöld og að flytja starfsfólk WOW aftur til síns heima - því að kostnaðarlausu.Sjá einnig: Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Enn er uppi óvissa um hvort Icelandair getur reitt sig á Boeing 737 MAX-vélarnar í áætlunarflugi sínu á næstu mánuðum. Félagið hefur notast við þrjár slíkar vélar en hafði fyrirhugað að hafa tekið níu MAX-þotur í notkun fyrir sumarið. Þau áform eru þó í lausu lofti eftir víðtækar kyrrsetningu á vélunum í kjölfar tveggja mannskæðra slysa á síðustu mánuðum. Bogi segir að fari svo að kyrrsetningin dragist á langinn verði Icelandair vitaskuld að gera viðeigandi breytingar á leiðakerfi sínu. Hann búist þó við því að til þess muni ekki koma, Boeing hafi gengið frá hugbúnaðaruppfærslu sem vonir standa til að verði til þess að vinda ofan af kyrrsetningunni.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15 Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Verðhækkanir Icelandair í skugga brotthvarfs WOW eigi sér eðlilegar skýringar Icelandair segist enn í harðri samkeppni þrátt fyrir að WOW air hafi hætt rekstri. 28. mars 2019 11:15
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Icelandair endurskoðar pöntun ef kyrrsetning dregst á langinn Icelandair á von á sex nýjum Boeing 737 MAX 8 vélum á þessu ári. Forráðamenn félagsins segjast vera að skoða til hvaða ráða verði gripið dragist kyrrsetning vélanna á langinn. Raskanir á flugi má rekja til kyrrsetningar þriggja véla félagsins. 27. mars 2019 07:30