WOW hafi sýnt mikla ábyrgð með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 09:42 Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila. Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir flugöryggi hafa aldrei verið ógnað vegna stöðu WOW air og flugfélagið hafi staðið sig afar vel í þeirri erfiðu stöðu sem það ver. Segir forstjórinn að WOW hafi sýnt af sér ábyrga stöðu með því að skila sjálft inn flugrekstrarleyfinu. „Þeir skiluðu sjálfir inn leyfinu þegar þeir sáu að þeir myndu ekki ná fjármögnun sem þeir höfðu sett sér það að markmiði að ná,“ segir Þórólfur. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu hafa verið í nánu samstarfi við WOW air í langan tíma. Þórólfur segir Samgöngustofu hafa ávallt gætt þess að flugöryggi væri sinnt og að starfsmenn Samgöngustofu hafi aldrei farið nærri því að grípa til aðgerða á því tímabili sem WOW air hefur verið í rekstrarvandræðum. Hann segir innan við þúsund manns hafa átt bókað far með sex vélum sem ekki fóru frá Ameríku í morgun og svipaður fjöldi farþega hafi átt bókað far með sjö vélum WOW air sem eiga að fara frá Íslandi í dag. Ekki séu allir farþegar í sömu stöðu, sumir séu í bráðavanda, aðrir ekki. Það liggi ekki ljóst fyrir á þessum tímapunkti hversu margir eru í bráðavanda, en eftir því sem tíminn líður mun fjöldi þeirra fjara út því þeir fá far með öðrum flugfélögum. Alþjóðasamband flugfélaga, IATA, er með viðbragðsáætlun þegar illa fer hjá flugfélögum en þá grípa önnur flugfélög inn í og bjóða farþegum björgunarfargjöld og hagstæðari leiðir til að vinna úr málum sínum. Þórólfur segist vita til þess að það sé strax aukið álag hjá flugrekendum sem fljúga á sömu staði og WOW air. Flugfarþegar verði í fæstum tilvikum fyrir tjóni því langflestir hafi greitt fyrir miðana með kreditkorti. Hann bendir flugfarþegum sem áttu bókað með WOW að vera í sambandi við sinn þjónustuaðila.
Fréttir af flugi Samgöngur WOW Air Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira