Stefnir á bandarísku mótaröðina Hjörvar Ólafsson skrifar 28. mars 2019 18:00 Arnar Davíð Jónsson. mynd/keilusamband íslands Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira
Arnar Davíð Jónsson keilari stendur vel að vígi á evrópsku mótaröðinni í keilu þegar fimm mót af 14 hafa verið spiluð. Arnar Davíð varð í fimmta sæti á móti sem fram fór í Dream Bowl Palace í München í Þýskalandi um síðustu helgi og tyllti hann sér í efsta sæti á mótaröðinni. Að þessu sinni kepptu um það bil 400 keppendur víðs vegar að úr heiminum á mótinu. „Ég er mjög ánægður með frammistöðu mína á tímabilinu og ég hef verið að spila mun stöðugri leik en ég bjóst við sjálfur. Ég flutti til Svíþjóðar í ágúst á síðasta ári og get einbeitt mér algjörlega að því að spila keilu hérna. Það er rík hefð fyrir keilu hérna og þetta er ein af sterkari þjóðum í Evrópu í greininni. Ég vinn í keilusalnum við ýmis viðvik tengd keilunni og æfi svo daglega. Það skilar sér í bættri frammistöðu,“ segir hann um tímabilið. Mótið sem Arnar Davíð lék á um helgina ber nafnið Brunswick Euro Challenge og stærsta keilumót ársins á Evróputúrnum. Þarna koma saman sterkustu keiluspilarar Evrópu en einungis ameríska mótaröðin þar sem bestu atvinnumenn heims koma saman er sterkari. Þangað stefnir Arnar Davíð á að keppa á næsta tímabili. Arnar Davíð sem keppir með sænska liðinu Höganas tryggir sér sæti í Master-keppninni ef hann heldur sér í efsta sæti á mótaröðinni. Þetta í fyrsta sinn sem íslenskur keilari nær þeim áfanga að tróna á toppnum. „Ég hef spilað með Höganas í fjögur ár en ég lék með liðinu á meðan ég bjó í Osló í Noregi. Þá tók ég bara rútuna í sex tíma í hvern deildarleik og það sýnir kannski hversu mikinn metnað ég hef fyrir því að ná langt í greininni. Við erum að berjast fyrir því að komast úr B-deildinni upp í þá efstu en liðið hefur verið að reyna það í sex ár. Vonandi tekst það í ár,“ segir Arnar um stöðu mála hjá sér. Hann er að fylgja eftir frábærum endi á síðasta keppnistímabili en þá varð hann til að mynda fyrsti íslenski keilarinn til að vinna mót á evrópsku mótaröðinni þegar hann vann Óðinsvé International í Danmörku. Næsta mót á mótaröðinni verður um mánaðamótin júní og júlí í Madríd á Spáni og mótaröðinni lýkur svo í nóvember. „Mig langar að komast á amerísku mótaröðina og ég tel það vel raunhæft. Ég er alveg á pari við þá keilara sem eru að spila þar þegar ég næ mínum besta leik. Þegar evrópsku mótaröðinni lýkur fer ég að einbeita mér að því að komast á meðal þeirra bestu í Bandaríkjunum,“ segir þessi metnaðarfulli keilari um framhaldið.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Sjá meira