Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2019 12:16 Baldvin Þorsteinsson var ekki par hrifinn af því að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má Baldvinsson eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gekk á milli þeirra. Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja, stjórnarformaður Eimskips og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. Már kom fyrir nefndina í morgun þar sem Samherjamálið svokallaða og vinnubrögð Seðlabankans í málinu voru til umfjöllunar. Að loknum fundinum, frammi á gangi á nefndasviði Alþingis, beindi Baldvin orðum sínum að Má þegar seðlabankastjóri ætlaði að fara að ræða við Þorstein Má. „Hafðu smá sómakennd og drullaðu þér í burtu,“ sagði Baldvin við Má að loknum fundinum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, þurfti að ganga á milli manna og sagði að svona ætti fólk ekki að haga sér á göngum Alþingis.Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Hópur fólks varð vitni að atvikinu, þar á meðal Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttamaður okkar, sem lýsti því í hádegisfréttum Bylgjunnar að greinilegt hefði verið að mönnum var heitt í hamsi. Þannig gerðist það tvisvar sinnum á fundinum að Þorsteinn Már kallaði að fundarmönnum. Slíkt hefur sjaldan eða aldrei gerst að sögn starfsmanns nefndasviðs sem fréttastofa ræddi við að fólk sem sé viðstatt opinn fund nefnda Alþingis hrópi að þeim sem sitja fyrir svörum. Þorsteinn Már sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann væri ekki sáttur við þær skýringar sem seðlabankastjóri gaf á aðgerðum Seðlabankans. „Hann þvældi bara eins og venjulega. Hann getur aldrei komið sér að efninu. Eins og oftast áður kemur hann bara með tómar rangfærslur og er að reyna að bera þær á borð fyrir fólk,“ sagði Þorsteinn en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í klippunni neðst í fréttinni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Gríðarlegur samfélagslegur kostnaður af framgöngu Seðlabanka Seðlabankinn var engann veginn undir það búinn að framfylgja fjármagnshöfum að mati formanns Bankaráðs. 27. mars 2019 10:00