Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 11:39 Sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. AP/Bernat Armangue Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira