Segir ákvörðun Conors að hætta ekki tengjast ásökun um kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 09:00 Conor McGregor hætti á sínum forsendum. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni. Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni.
Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30
ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21