Byggja Biskupsstofu á lóð fyrir sóknarprest Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Lóðin sem áður var eyrnamerkt presti í Háteigskirkju. Fréttablaðið/Stefán Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Hreyfing virðist komin að nýju á áform þjóðkirkjunnar um að selja fasteign sína á Laugavegi 31. Biskupsstofa hefur nú augastað á lóð við Háteigskirkju undir starfsemi sína og borgaryfirvöld eru jákvæð gagnvart því. Reykjavíkurborg vinnur að breyttu deiliskipulagi á svokölluðum Sjómannaskólareit. Í bréfi til borgaryfirvalda frá Þorvaldi Víðissyni biskupsritara frá í haust var bent á að á reitnum væri laus lóð sunnan við íbúðarhús að Nóatúni 31. Sú lóð sé skilgreind innan marka sem tilheyri Háteigssókn og Háteigskirkju. Lóðin hafi verið ætluð undir prestsbústað sem aldrei var byggður. Vísaði biskupsritari til fundar síns og Agnesar M . Sigurðardóttur biskups í Ráðhúsi Reykjavíkur með skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar borgarinnar. „Á þeim fundi voru viðraðar hugmyndir um byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Biskupsstofu á umræddum reit, sem áður hafði í skipulagi borgarinnar átt að vera undir prestsbústað. Skrifstofustjóri veitti vonir um að hugmyndirnar gætu samræmst vinnu borgarinnar við endurskipulagningu Sjómannaskólareitsins,“ skrifaði biskupsritari. Fulltrúum biskups hafi verið boðið á annan fund um málið. „Á fundinum kom fram að hugmyndirnar gætu samræmst endurskipulagningu borgarinnar á Sjómannaskólareitnum og að lóðin gæti borið húsnæði á stærð við það sem Biskupsstofa þyrfti að byggja undir starfsemi sín,“ sagði áfram í bréfi biskupsritara. Bréf biskupsritara var tekið fyrir ásamt öðrum gögnum tengdum Sjómannaskólareitnum á fundi skipulagsfulltrúa á föstudag í síðustu viku. Á fundinum voru kynnt drög að tillögu sem felur í sér byggingu allt að 145 nýrra íbúða á lóð Sjómannaskólans fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hagkvæmar almennar íbúðir. Auk þess verði bætt við byggingarheimildum fyrir Biskupsstofu á lóð Háteigskirkju. Málinu var vísað til skipulags- og samgönguráðs. Fyrir rúmum tveimur árum ákvað kirkjuráð að kanna hvað myndi fást fyrir Laugaveg 31, Kirkjuhúsið, sem nú hýsir Biskupsstofu með það að markmiði að finna hentugra húsnæði. „Ég hugsa að það megi segja að þetta sé eitt dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi,“ sagði Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi í kirkjuráði, um söluáformin í janúar 2017. Ekkert varð af sölu því að kauptilboð þóttu ekki nógu góð. Íbúasamtökin á svæðinu vilja að fallið verði frá byggingaráformum í bili. „Eins og staðan er í dag er Háteigsskóli sprunginn og þétting byggðar eykur því enn á vanda skólans,“ segir í bókun íbúanna. Gróðurþekja í Háteigshverfi sé í lágmarki og gengið verði á hana með nýbyggingunum. „Einnig má gera ráð fyrir umferðaraukningu í hverfinu með meiri loft- og hljóðmengun sem rýrir lífsgæði íbúa og auknum líkum á umferðaróhöppum.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Þjóðkirkjan Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira