Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“