Bjarni segir ríkissjóð með stuðpúða gegn áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2019 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að búast við eins miklum lífskjarabata á næstu árum og undanfarin ár en stjórnvöld séu að bæta í fjárfestingar á sama tíma og það dragi úr þeim í einkageiranum. Stjórnarandstaðan segir ýmsar forsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar brostnar. Fyrri umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði greiningar á mismunandi þróun efnahagsmála liggja fyrir ef til að mynda yrðu áföll í flugrekstri á Íslandi. Ýmsir óvissuþættir gætu haft áhrif en fjármálaáætlunin byggði á gildandi hagspám.„Það hvernig vinnumarkaðurinn aðlagast er líka mikilvægt atriði. Hver verður niðurstaða samninga sem verða gerðir. Þetta eru allt áhrifaþættir sem við vitum ekki endanlega niðurstöðu um þar sem við hefjum þessa umræðu hér í dag,” sagði Bjarni.Áhrif aðstæðna í flugi gætu hins vegar orðið umtalsverð á nettó útflutningstekjur, gengi krónunnar, verðbólgu og fleira, þótt ytri aðstæður þjóðarbúsins væru enn mjög hagstæðar.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar.Vísir/vilhelm„Við höfum á skömmum tíma tekið út mikinn lífskjarabata. En það má ekki gera ráð fyrir að lífskjör batni áfram með sama hraða á næstu árum. Hagkerfið siglir nú inn í tímabil sem gæta þarf að samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Varkárni í opinberum fjármálum. Við þurfum að hugsa til lengri framtíðar og leggja áherslu á aukna framleiðni,” sagði fjármálaráðherra. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjármálaáætlunina. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði margt benda til að afkoman verði lakari en gert væri ráð fyrir og forsendur hennar brostnar. „Það er ágætt að muna gildi laganna um opinber fjármál. Sem meðal annars eru varfærni, sjálfbærni og festa. Það er engin varfærni í þessari fjármálaáætlun. Hún er fallin við birtingu,” sagði Þorsteinn. Fjármálaráðherra sagði fjárlög þessa árs hafa verið afgreidd með góðum afgangi. „Varfærnin í þessari áætlun birtist einmitt í því að við erum búin að taka til hliðar 30 milljarða miðað við hagspárnar í afgang. Sem er þá eins og stuðpúði, eins og sjóður sem hægt er að ganga á til að lina afleiðingarnar af því ef hagspárnar reynast ekki réttar,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00 Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Uppgjör hrunskulda í forgangi Stefnt er að því að lækka skatta, ná afgangi og greiða niður skuldir ríkisins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 2024. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir 500 blaðsíður ekki segja sér neitt. 25. mars 2019 06:00
Spyr hvort aðhaldskrafan þýði aukið álag á ríkisstarfsmenn Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, spurði í fyrstu umræðu um fjármálaáætlun til næstu fimm ára hvort aðhaldskrafa ríkisstjórnarinnar muni þýða aukið álag á ríkisstarfsmenn og niðurskurð. 26. mars 2019 16:08