Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Birgir Olgeirsson skrifar 26. mars 2019 13:45 Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar. vísir/vilhelm Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Airport Associates er einn þeirra kröfuhafa sem hafa samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í WOW air í hlutafé. Forstjóri félagsins segir það samdómaálit kröfuhafa að það sé heillavænlegri leið en að WOW fari í þrot. Tölur úr rekstri WOW air sýni algjöra umbreytingu á rekstri félagsins undanfarna mánuði og rekstrarhorfur félagsins séu góðar. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir WOW hafa losað sig við stærri flugvélar félagsins og fært það aftur í þá stöðu sem það var í árið 2015 og 2016. „Í staðinn fyrir að vera í bullandi tapi lítur þetta mjög vel út,“ segir Sigþór.Sjá einnig: Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafaKröfuhafarnir hafi fundað stíft undanfarna daga að en áætlun þeirra gangi út á að breyta skuldum í hlutafé upp á 49 prósent. Einhugur sé á meðal þeirra um að bjóða 51 prósenta hlut í félaginu fyrir 40 milljónir dollara, sem samsvarar um fimm milljörðum íslenskra króna. Ef það gangi upp séu framtíðarrekstrarhorfur WOW air góðar; það er segja að áætlanir um skuldabreytingu og aukið hlutafé gangi eftir. Skúli Mogensen hefur frá upphafi verið eini eigandi félagsins. Nú er það væntanlega að breytast en Skúli er einn af þeim sem á kröfur í WOW. Sigþór segir að það sé hlutverk nýrra hluthafa að ákveða hver stýri félaginu í framtíðinni. Hann segist styðja að Skúli verði áfram forstjóri. „Ég myndi gera það. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti, mikið af mistökum líka, en lyfta grettistaki við að umbreyta félaginu aftur í rekstrarhæft form til framtíðar. Ég myndi gera það 100 prósent,“ segir Sigþór en tekur fram að hann ráði því að sjálfsögðu ekki einn og það komi fleiri að þeirri ákvörðun. Isavia, sem sér um rekstur allra flugvalla á Íslandi, er einn af kröfuhöfum WOW en félagið stóð fyrir utan þessar samningaviðræður og er ekki einn þeirra kröfuhafa sem mun umbreyta skuldum WOW í hlutafé.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23 Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Gagnrýnir Samgöngustofu og Isavia harðlega: Telur of dökka mynd dregna upp ef WOW fer í þrot Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir að Samgöngustofu hafa að sínu mati brugðist eftirlitshlutverki sínu gagnvart WOW air. Þetta sagði Björgólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að of svört mynd væri dregin upp af áhrifunum sem verða ef WOW air hættir rekstri. 26. mars 2019 10:23
Hefja formlegar viðræður við mögulega fjárfesta WOW air hefur sent frá sér tilkynningu. 26. mars 2019 12:39