ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor og Conor McGregor yngri. Getty/Kevin C. Cox Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019 MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. McGregor sagði frá því á Twitter síðu sinni í dag að hann væri hættur. „Ég hef ákveðið að hætta í íþróttinni sem er formlega þekkt sem blandaðar bardagaíþróttir í dag. Ég óska öllum mínu gömlu félögum velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði Conor á Twitter. Brett Okamoto fjallar um MMA fyrir bandaríska íþróttafjölmiðlarisann ESPN og Okamoto er eitt af stærstu nöfnunum sem fjalla um UFC og blandaðar bardagaíþróttir. Okamoto er hins vegar ekki tilbúinn að taka Írann alveg trúanlegan þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hans í nótt. Brett Okamoto hafði strax samband við Dana White, forseta UFC, og fékk staðfestingu frá honum að forseti UFC liti á þetta þannig að Conor McGregor væri hættur að berjast. Okamoto fékk skilaboð frá Dana White: „Hann hefur unnið sér inn nóg af peningum til að hætta og viskíið hans hefur slegið í gegn. Þetta er mjög skiljanleg ákvörðun. Ef ég væri hann þá myndi ég hætta líka,“ sagði Brett Okamoto að hafi staðið í skilaboðum Dana White.Statement from Dana White (@danawhite) on Conor McGregor’s retirement announcement moments ago, via text. pic.twitter.com/MNPnYypKPn — Brett Okamoto (@bokamotoESPN) March 26, 2019Brett Okamoto finnst þó margt í þessu minna á peningastríðið milli Conor McGregor og Dana White frá árinu 2016 þegar samningar náðust ekki á bak við tjöldin og samningaviðræðurnar voru síðan komnar út í fjölmiðla. Dana White fullvissaði Okamoto þó um að ekkert slíkt væri í gangi núna og að það væri hans huga þúsund prósent líkur á því að Conor væri hættur. Brett Okamoto er þrátt fyrir þetta ekki tilbúinn að trúa alveg þessari yfirlýsingu Conor McGregor sem er nú þekktur fyrir að finna leiðir til að ná sér í athygli. Conor McGregor hafi verið að tala um að berjast við Anthony Pettis í viðtali á dögunum og hafi síðan líka talað um það í viðtalsþætti Jimmy Fallon að viðræður væru í gangi milli Conor McGregor og UFC um bardaga í júlí. „Ég lít ekki á þetta strax sem opinbera staðfestingu á því að Conor McGregor sé hættur,“ sagði Brett Okamoto en það má sjá hann fara yfir þetta mál hér fyrir neðan."I am not treating this as an official retirement quite yet from Conor McGregor, but according to Dana White, he is." –@bokamotoESPN on McGregor tweeting that he is retiring from MMA pic.twitter.com/ew7KaOeSP5 — SportsCenter (@SportsCenter) March 26, 2019
MMA Tengdar fréttir Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30 Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00 Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Forseti UFC ekki viss um að Conor muni stíga aftur inn í búrið Dana White er mikill aðdáandi Conors McGregor en hann verður bara ríkari og frægari með hverjum deginum án þess að berjast. 21. mars 2019 12:30
Conor McGregor handtekinn Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. 12. mars 2019 09:00
Conor peppaði upp heilt íshokkílið og flaug ekki á hausinn eins og Mourinho Á sama tíma og Gunnar Nelson stóð í ströngu í búrinu í O2 höllinni í London þá var vinur hans Conor McGregor að skemmta sér og öðrum á íshokkíleik í Boston. 18. mars 2019 09:30
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti