Formaður starfshóps fékk óumbeðin SMS Ari Brynjólfsson skrifar 26. mars 2019 07:30 Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshóps um starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Meðlimur í starfshópi ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi fékk ótal óumbeðin sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu 1909. Fyrirtækið sem um ræðir er skráð í Danmörku en starfar á íslenskum markaði, það lánar aðeins í íslenskum krónum og er augljóslega ætlað íslenskum neytendum. Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins, hélt erindi í gær á fundi SFF og Umboðsmanns skuldara um stöðu ungs fólks á lánamarkaði þar sem skilaboðin bar á góma. „Þetta var sérstaklega gróft í þessu tilviki þar sem hlutaðeigandi aðili hafði afskráð sig af þessari síðu en hélt áfram að fá þessi skilaboð,“ segir Hákon. „Ég gerði þetta líka í tengslum við vinnuna í starfshópnum. Ég skráði mig þarna inn til að sjá hvaða kjör voru í boði og hverjir skilmálarnir eru. Svo afskráði ég mig og fór að fá þessi skilaboð.“ Skilaboðin bárust með reglulegu millibili og voru mjög markviss, til dæmis fékk viðkomandi skilaboð fyrir verslunarmannahelgina um að 1909 væri til í að greiða ferðakostnaðinn. Skjáskot úr skýrslu starfshópsins.Starfshópurinn veit ekki hver er á bak við fyrirtækið þar sem eignarhaldið sé vel falið í flóknum fléttum. Fyrirtækin eru fleiri, öll voru þau rekin hér á landi þangað til Alþingi setti lög um að samanlagður kostnaður lánþega megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni. Öll þessi fyrirtæki má nú finna á netinu með dönsku léni. Hákon segir að þrátt fyrir það gildi um þau íslensk lög. Hákon segir það skýrt í lögum að ekki megi gefa skuldara villandi upplýsingar um stöðu sína. Neytendasamtökin sendu erindi í haust á innheimtufyrirtækið Almenn innheimta, sem skráð er til húsa á Siglufirði en með pósthólf í Kópavogi. Fyrirtækið svaraði ekki erindinu. Sá sem svaraði í símann fyrir Almenna innheimtu vildi ekki tjá sig um hvort fyrirtækið sæi um innheimtu fyrir 1909. Þegar spurt var hvort fyrirtækið upplýsti um að samanlagður kostnaður lánþega vegna vaxta og innheimtu af lánum megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni, var blaðamaður beðinn um kennitölu og að endurtaka erindið í tölvupósti. Ekkert svar barst frá Almennri innheimtu.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Fréttablaðið/SigtryggurLántakendur leiti til Umboðsmanns skuldara Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða ólögleg lán upp á mörg hundruð prósent. Brýnir hún fyrir þeim sem hafa tekið slík lán að greiða ekki af þeim fyrr en ljóst er hvort þeir hafi greitt meira til baka en sem nemur höfuðstól og löglegum vöxtum. „Neytendur eru búnir að greiða þessum fyrirtækjum ólöglega okurvexti um árabil, hvort sem er í formi lána með flýtigjaldi eða rafbók. Afar litlar líkur er á því að ofgreiddir vextir fáist endurgreiddir. Þeir sem eru í vanda ættu að geta leitað til Umboðsmanns skuldara sem hefur það hlutverk að aðstoða lántakendur í vanda.“ Brynhildur segir Neytendasamtökin furða sig á linkind stjórnvalda gagnvart þessum fyrirtækjum sem svo grímulaust brjóti lög og komist upp með það. „Hugsanlega hefði verið gengið harðar fram ef þessir ósvífnu viðskiptahættir bitnuðu á góðborgurum þessa lands.“ Brynhildur þekkir ýmis skuggaleg dæmi um framferði smálánafyrirtækjanna, til dæmis þegar tekið var lán út á kennitölu þriðja aðila sem átti óafvitandi að greiða lán upp á 100 þúsund krónur með vöxtum upp á mörg hundruð prósent. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samkeppnismál Smálán Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Meðlimur í starfshópi ráðherra um starfsumhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi fékk ótal óumbeðin sms-skilaboð frá smálánafyrirtækinu 1909. Fyrirtækið sem um ræðir er skráð í Danmörku en starfar á íslenskum markaði, það lánar aðeins í íslenskum krónum og er augljóslega ætlað íslenskum neytendum. Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins, hélt erindi í gær á fundi SFF og Umboðsmanns skuldara um stöðu ungs fólks á lánamarkaði þar sem skilaboðin bar á góma. „Þetta var sérstaklega gróft í þessu tilviki þar sem hlutaðeigandi aðili hafði afskráð sig af þessari síðu en hélt áfram að fá þessi skilaboð,“ segir Hákon. „Ég gerði þetta líka í tengslum við vinnuna í starfshópnum. Ég skráði mig þarna inn til að sjá hvaða kjör voru í boði og hverjir skilmálarnir eru. Svo afskráði ég mig og fór að fá þessi skilaboð.“ Skilaboðin bárust með reglulegu millibili og voru mjög markviss, til dæmis fékk viðkomandi skilaboð fyrir verslunarmannahelgina um að 1909 væri til í að greiða ferðakostnaðinn. Skjáskot úr skýrslu starfshópsins.Starfshópurinn veit ekki hver er á bak við fyrirtækið þar sem eignarhaldið sé vel falið í flóknum fléttum. Fyrirtækin eru fleiri, öll voru þau rekin hér á landi þangað til Alþingi setti lög um að samanlagður kostnaður lánþega megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni. Öll þessi fyrirtæki má nú finna á netinu með dönsku léni. Hákon segir að þrátt fyrir það gildi um þau íslensk lög. Hákon segir það skýrt í lögum að ekki megi gefa skuldara villandi upplýsingar um stöðu sína. Neytendasamtökin sendu erindi í haust á innheimtufyrirtækið Almenn innheimta, sem skráð er til húsa á Siglufirði en með pósthólf í Kópavogi. Fyrirtækið svaraði ekki erindinu. Sá sem svaraði í símann fyrir Almenna innheimtu vildi ekki tjá sig um hvort fyrirtækið sæi um innheimtu fyrir 1909. Þegar spurt var hvort fyrirtækið upplýsti um að samanlagður kostnaður lánþega vegna vaxta og innheimtu af lánum megi aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni, var blaðamaður beðinn um kennitölu og að endurtaka erindið í tölvupósti. Ekkert svar barst frá Almennri innheimtu.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Fréttablaðið/SigtryggurLántakendur leiti til Umboðsmanns skuldara Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að um sé að ræða ólögleg lán upp á mörg hundruð prósent. Brýnir hún fyrir þeim sem hafa tekið slík lán að greiða ekki af þeim fyrr en ljóst er hvort þeir hafi greitt meira til baka en sem nemur höfuðstól og löglegum vöxtum. „Neytendur eru búnir að greiða þessum fyrirtækjum ólöglega okurvexti um árabil, hvort sem er í formi lána með flýtigjaldi eða rafbók. Afar litlar líkur er á því að ofgreiddir vextir fáist endurgreiddir. Þeir sem eru í vanda ættu að geta leitað til Umboðsmanns skuldara sem hefur það hlutverk að aðstoða lántakendur í vanda.“ Brynhildur segir Neytendasamtökin furða sig á linkind stjórnvalda gagnvart þessum fyrirtækjum sem svo grímulaust brjóti lög og komist upp með það. „Hugsanlega hefði verið gengið harðar fram ef þessir ósvífnu viðskiptahættir bitnuðu á góðborgurum þessa lands.“ Brynhildur þekkir ýmis skuggaleg dæmi um framferði smálánafyrirtækjanna, til dæmis þegar tekið var lán út á kennitölu þriðja aðila sem átti óafvitandi að greiða lán upp á 100 þúsund krónur með vöxtum upp á mörg hundruð prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Samkeppnismál Smálán Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira