Ekki hægt að bóka flug með WOW til og frá London Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 12:22 Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar. vísir/vilhelm Fundað var víða um borg í gærkvöldi vegna stöðu WOW air eftir að viðræðum félagsins við Icelandair var slitið um miðjan dag. Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu og hefur mbl.is eftir heimildum að vél flugfélagsins hafi verið kyrrett í Montreal í Kanada að beiðni leigusala hennar. Í morgun var ástæða seinkunarinnar sögð vélarbilun. Leigusali þeirrar vélar sem er í Montreal á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Heimildir fréttastofu herma að sú vél hafi verið send til Kaliforníu í morgun að ósk leigusala. Þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun og svo virðist sem ekki sé hægt að bóka flug til borgarinnar með flugfélaginu næstu daga. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þess að flugum sé aflýst og vélar sitji sem fastast á flugvöllum og er engin svör að fá frá forsvarsmönnum WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, sagði í svari til fréttastofu rétt fyrir hádegi að WOW air ynni nú náið með kröfuhöfum og leigusölum félagsins. Þá verði flogið samkvæmt áætlun á morgun.Skjáskot af vef WOW air þegar blaðamaður reyndi að bóka ferð til London á morgun.Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki hægt að bóka flug með WOW air til eða frá London á morgun og miðvikudag. Sé það reynt í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins kemur upp melding um að ekkert flug sé til og frá borginni þessa daga. Þá reyndi blaðamaður einnig að bóka flug til Kaupmannahafnar á morgun en fékk upp sömu meldingu um ekkert flug. Flestar vélar WOW Air virðast hafa flogið samkvæmt áætlun í morgun en það gæti komið í ljós í dag hvort það takist að breyta skuldum félagsins í eignarhluti. Samkvæmt yfirlýsingu flugfélagsins í gærkvöldi er meirihluti skuldabréfahafa og annarra lánardrottna langt komnir í viðræðum um endurskipulagningu skulda en fjölmiðlar hafa greint frá því að WOW hafi tapað rúmlega tuttugu milljörðum króna í fyrra. Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW-air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.Uppfært klukkan 15:12:Hægt er að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og á miðvikudag samkvæmt bókunarsíðu félagsins. Þegar blaðamaður reyndi það sama í hádeginu í dag var það ekki hægt og fékk hann upp meldinguna „ekkert flug.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að líklega hafi ástæðan verið tæknilegt atriði. Samkvæmt upplýsingum frá WOW air hafa engin flug verið felld niður frá og með morgundeginum en nokkur flug eru fullbókuð þessa vikuna. Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Fundað var víða um borg í gærkvöldi vegna stöðu WOW air eftir að viðræðum félagsins við Icelandair var slitið um miðjan dag. Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu og hefur mbl.is eftir heimildum að vél flugfélagsins hafi verið kyrrett í Montreal í Kanada að beiðni leigusala hennar. Í morgun var ástæða seinkunarinnar sögð vélarbilun. Leigusali þeirrar vélar sem er í Montreal á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Heimildir fréttastofu herma að sú vél hafi verið send til Kaliforníu í morgun að ósk leigusala. Þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun og svo virðist sem ekki sé hægt að bóka flug til borgarinnar með flugfélaginu næstu daga. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þess að flugum sé aflýst og vélar sitji sem fastast á flugvöllum og er engin svör að fá frá forsvarsmönnum WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, sagði í svari til fréttastofu rétt fyrir hádegi að WOW air ynni nú náið með kröfuhöfum og leigusölum félagsins. Þá verði flogið samkvæmt áætlun á morgun.Skjáskot af vef WOW air þegar blaðamaður reyndi að bóka ferð til London á morgun.Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki hægt að bóka flug með WOW air til eða frá London á morgun og miðvikudag. Sé það reynt í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins kemur upp melding um að ekkert flug sé til og frá borginni þessa daga. Þá reyndi blaðamaður einnig að bóka flug til Kaupmannahafnar á morgun en fékk upp sömu meldingu um ekkert flug. Flestar vélar WOW Air virðast hafa flogið samkvæmt áætlun í morgun en það gæti komið í ljós í dag hvort það takist að breyta skuldum félagsins í eignarhluti. Samkvæmt yfirlýsingu flugfélagsins í gærkvöldi er meirihluti skuldabréfahafa og annarra lánardrottna langt komnir í viðræðum um endurskipulagningu skulda en fjölmiðlar hafa greint frá því að WOW hafi tapað rúmlega tuttugu milljörðum króna í fyrra. Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW-air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.Uppfært klukkan 15:12:Hægt er að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og á miðvikudag samkvæmt bókunarsíðu félagsins. Þegar blaðamaður reyndi það sama í hádeginu í dag var það ekki hægt og fékk hann upp meldinguna „ekkert flug.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að líklega hafi ástæðan verið tæknilegt atriði. Samkvæmt upplýsingum frá WOW air hafa engin flug verið felld niður frá og með morgundeginum en nokkur flug eru fullbókuð þessa vikuna.
Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00