Barnabörnin grétu þegar eigandinn lét aðalstjörnu félagsins fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2019 15:00 Odell Beckham Jr. er mikil týpa. Getty/ Grant Halverson Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Ein af óvæntustu félagskiptunum í NFL-deildinni fyrir næsta tímabil var þegar New York Giants lét stjörnuútherja sinn Odell Beckham Jr. fara til Cleveland Browns. Odell Beckham Jr. var stærsta stjarna Giants liðsins og nýbúinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið. Það var mikið fjölmiðlafár í kringum samningaviðræður leikmannsins fyrir ári síðan en flestir héldu að nú væri framtíð hans tryggð hjá New York Giants liðinu. New York Giants var hins vegar tilbúið að láta þennan vandræðagemling fara fyrir tvo varnarleikmenn og tvo valrétti. Odell Beckham Jr. var búinn að vera andlit félagsins síðustu ár eftir að leikstjórnandinn Eli Manning gaf eftir en Beckham var jafnframt duglegur að gagnrýna liðið opinberlega og iðinn við að koma sér í óþægileg mál á síðum dagblaðanna.“Both of ’em sobbed uncontrollably on the phone." Giants president John Mara had a tough time explaining the Odell Beckham trade to his grandsons: https://t.co/XxV2cuuNAfpic.twitter.com/TBuAbtZq8S — Sporting News (@sportingnews) March 25, 2019John Mara, meðeigandi New York Giants, tók hins vegar þá ákvörðun að láta stjörnuleikmann sinn fara. Hann hefur tjáð sig um skiptin og viðurkennir að þetta hafi verið erfið ákvörðun því hann honum líkaði mjög vel persónulega við Beckham. John Mara fékk líka viðbrögð stuðningsmanna New York Giants beint í æð þegar hann hringdi í barnabörnin sín og lét þá vita að Odell Beckham Jr. væri kominn til Browns. „Þeir grétu báðir í símanum og áttu mjög bágt með sig,“ sagði John Mara. „Annar þeirra er farinn að tala við mig aftur en hinn er ekki viss hvort hann ætli að tala við mig aftur,“ sagði Mara. Deilur John Mara og Odell Beckham Jr. enduðu oft á síðum dagblaðanna í New York og eigandi gagnrýndi meðal stórstjörnu sína og sagði að hann ætti að gera meira að því að spila og minna af því að tala. „Ég var hikandi að taka þessu boði Browns. Mér líkar mjög vel við Odell og ég geri mér vel grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Það er ekki auðvelt að senda svona leikmann til annars liðs,“ sagði Mara. Odell Beckham Jr. fékk 95 milljón dollara samning við New York Giants í ágúst 2018 en það eru um 11,6 milljarðar íslenskra króna fyrir fimm ár. Hann greip 390 bolta á ferlinum með Giants og skorað 44 snertimörk. Frægasta snertimarkið skoraði Odell Beckham Jr. þegar hann greip boltann á ótrúlegan hátt með annarri hendinni og eftir það varð hann ein af stærstu stjörnunum í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira