„Ég er mjög ánægður með stöðuna,“ segir Skúli Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. mars 2019 22:15 Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, segist ánægður með stöðuna í máli félagsins. Hann segist hrærður yfir þeim ótrúlegu viðbrögðum sem starsfólk félagsins hafi sýnt. Þetta sagði Skúli þegar hann yfirgaf höfuðstöðvar WOW air um miðnætti í kvöld. „Ég er náttúrulega bara hræður yfir ótrúlega jákvæðum viðbrögðum allra starfsmanna okkar. Þátttaka þeirra í þessu ævintýri hefur verið stórkostleg. Það er mikil hvatning og hugur í okkar fólki og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Skúli. „Ég er mjög ánægður með stöðuna,“ sagði Skúli þegar hann var spurður hvort hann væri svektur yfir því að viðræðurnar við Icelandair hefðu ekki gengið upp. Aðspurður sagðist hann „að sjálfsögðu“ eiga von á því að endurskipulagning myndi ganga upp.Sendi starfsmönnum bréf Skúli sendi starfsmönnum sínum bréf í kvöld þar sem hann þakkaði fyrir skilaboð sem starfsfólk hefði sent honum síðustu daga. Hann segir margt starfsfólk hafa boðist til að leggja hluta launa sinna upp í hlutabréf í félaginu og sagðist vona að hægt yrði að gera slíkt að veruleika. Í bréfinu segist Skúli einnig átta sig á því að allt umstang í kringum áframhaldandi fjármögnun félagsins sé orðið heldur langdregið. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er farið að hljóma eins og sagan endalausa – og ég vona að þessi saga muni engan endi taka,“ segir Skúli og vísar þar væntanlega til óskar sinnar um að saga WOW air fái að halda áfram. Fátt annað kemur fram í bréfinu en Skúli segist lítið annað geta sagt starfsfólki sínu um gang mála að svo stöddu, annað en það sem þegar hefur komið fram í yfirlýsingu félagsins. Verið sé að vinna að því að breyta skuldum félagsins í hlutafé fyrir kröfuhafa í því skini að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Nú undir kvöld var tilkynnt að Icelandair hefði slitið viðræðum á milli félaganna um aðkomu þessi fyrrnefnda að rekstri hins síðarnefnda. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði forsvarsmenn félagsins ekki treysta sér til að halda áfram með málið vegna reksturs og fjárhagsstöðu WOW air. „Eftir mikla vinnu og skoðun undanfarna daga, þá er niðurstaða okkar sú að rekstur og fjárhagsstaða WOW air er með þeim hætti að við treystum okkur ekki til þess að halda áfram með málið og ákváðum að slíta viðræðunum,“ sagði Bogi.Sjá einnig: Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOWSeinna barst stutt yfirlýsing frá WOW air um að forsvarsmenn félagsins ættu í viðræðum við kröfuhafa þess með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. Fréttablaðið hafði heimildir fyrir því að Artica Finance vinni að því að safna 30 milljónum Bandaríkjadala, eða um 3,6 milljörðum króna, til reksturs félagsins.Þá sagði á vef Fréttablaðsins að Skúli væri reiðubúinn að láta af hendi „umtalsverðan hlut í WOW,“ gegn því að hægt verði að halda rekstri félagsins áfram. Skuldabréfaeigendur myndu þá breyta kröfum sínum í hlutafé og leggja félaginu til nýtt fjármagn. Isavia myndi afskrifa hluta skuldar WOW vegna lendingargjalda.Sjá einnig: Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Í yfirlýsingu WOW air sagði að frekari upplýsingar yrðu gefnar upp á morgun. Mbl hafði í kvöld eftir ónafngreindum fulltrúa skuldabréfaeigenda að kröfuhafar hefðu tekið vel í þessar hugmyndir og kynning muni fara fram á morgun. Í samtali við Vísi vildi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, ekki staðfesta þær fregnir.Fulltrúar Samgöngustofu funduðu með forsvarsmönnum WOW air í kvöld. Talið er að sá fundur hafi snúist um flugrekstrarleyfi WOW air. Á Túristi.is segir að sex flugvélar WOW air séu í verkefnum í Norður-Ameríku í kvöld. Mögulegt sé að flugvélunum verði ekki flogið aftur til Íslands, þar sem eigendur þeirra gætu reynt að taka þær yfir. Þá til að koma í veg fyrir að Isavia geti kyrrsett þær til að fá upp í ógreidd lendinga- og farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Endurskipulagning WOW í kortunum Breytingarnar verða kynntar á morgun samkvæmt fulltrúa fjárfesta. 24. mars 2019 20:42 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, segist ánægður með stöðuna í máli félagsins. Hann segist hrærður yfir þeim ótrúlegu viðbrögðum sem starsfólk félagsins hafi sýnt. Þetta sagði Skúli þegar hann yfirgaf höfuðstöðvar WOW air um miðnætti í kvöld. „Ég er náttúrulega bara hræður yfir ótrúlega jákvæðum viðbrögðum allra starfsmanna okkar. Þátttaka þeirra í þessu ævintýri hefur verið stórkostleg. Það er mikil hvatning og hugur í okkar fólki og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Skúli. „Ég er mjög ánægður með stöðuna,“ sagði Skúli þegar hann var spurður hvort hann væri svektur yfir því að viðræðurnar við Icelandair hefðu ekki gengið upp. Aðspurður sagðist hann „að sjálfsögðu“ eiga von á því að endurskipulagning myndi ganga upp.Sendi starfsmönnum bréf Skúli sendi starfsmönnum sínum bréf í kvöld þar sem hann þakkaði fyrir skilaboð sem starfsfólk hefði sent honum síðustu daga. Hann segir margt starfsfólk hafa boðist til að leggja hluta launa sinna upp í hlutabréf í félaginu og sagðist vona að hægt yrði að gera slíkt að veruleika. Í bréfinu segist Skúli einnig átta sig á því að allt umstang í kringum áframhaldandi fjármögnun félagsins sé orðið heldur langdregið. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er farið að hljóma eins og sagan endalausa – og ég vona að þessi saga muni engan endi taka,“ segir Skúli og vísar þar væntanlega til óskar sinnar um að saga WOW air fái að halda áfram. Fátt annað kemur fram í bréfinu en Skúli segist lítið annað geta sagt starfsfólki sínu um gang mála að svo stöddu, annað en það sem þegar hefur komið fram í yfirlýsingu félagsins. Verið sé að vinna að því að breyta skuldum félagsins í hlutafé fyrir kröfuhafa í því skini að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Nú undir kvöld var tilkynnt að Icelandair hefði slitið viðræðum á milli félaganna um aðkomu þessi fyrrnefnda að rekstri hins síðarnefnda. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði forsvarsmenn félagsins ekki treysta sér til að halda áfram með málið vegna reksturs og fjárhagsstöðu WOW air. „Eftir mikla vinnu og skoðun undanfarna daga, þá er niðurstaða okkar sú að rekstur og fjárhagsstaða WOW air er með þeim hætti að við treystum okkur ekki til þess að halda áfram með málið og ákváðum að slíta viðræðunum,“ sagði Bogi.Sjá einnig: Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOWSeinna barst stutt yfirlýsing frá WOW air um að forsvarsmenn félagsins ættu í viðræðum við kröfuhafa þess með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. Fréttablaðið hafði heimildir fyrir því að Artica Finance vinni að því að safna 30 milljónum Bandaríkjadala, eða um 3,6 milljörðum króna, til reksturs félagsins.Þá sagði á vef Fréttablaðsins að Skúli væri reiðubúinn að láta af hendi „umtalsverðan hlut í WOW,“ gegn því að hægt verði að halda rekstri félagsins áfram. Skuldabréfaeigendur myndu þá breyta kröfum sínum í hlutafé og leggja félaginu til nýtt fjármagn. Isavia myndi afskrifa hluta skuldar WOW vegna lendingargjalda.Sjá einnig: Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Í yfirlýsingu WOW air sagði að frekari upplýsingar yrðu gefnar upp á morgun. Mbl hafði í kvöld eftir ónafngreindum fulltrúa skuldabréfaeigenda að kröfuhafar hefðu tekið vel í þessar hugmyndir og kynning muni fara fram á morgun. Í samtali við Vísi vildi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, ekki staðfesta þær fregnir.Fulltrúar Samgöngustofu funduðu með forsvarsmönnum WOW air í kvöld. Talið er að sá fundur hafi snúist um flugrekstrarleyfi WOW air. Á Túristi.is segir að sex flugvélar WOW air séu í verkefnum í Norður-Ameríku í kvöld. Mögulegt sé að flugvélunum verði ekki flogið aftur til Íslands, þar sem eigendur þeirra gætu reynt að taka þær yfir. Þá til að koma í veg fyrir að Isavia geti kyrrsett þær til að fá upp í ógreidd lendinga- og farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Endurskipulagning WOW í kortunum Breytingarnar verða kynntar á morgun samkvæmt fulltrúa fjárfesta. 24. mars 2019 20:42 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Endurskipulagning WOW í kortunum Breytingarnar verða kynntar á morgun samkvæmt fulltrúa fjárfesta. 24. mars 2019 20:42
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00