„Ég er mjög ánægður með stöðuna,“ segir Skúli Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. mars 2019 22:15 Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, segist ánægður með stöðuna í máli félagsins. Hann segist hrærður yfir þeim ótrúlegu viðbrögðum sem starsfólk félagsins hafi sýnt. Þetta sagði Skúli þegar hann yfirgaf höfuðstöðvar WOW air um miðnætti í kvöld. „Ég er náttúrulega bara hræður yfir ótrúlega jákvæðum viðbrögðum allra starfsmanna okkar. Þátttaka þeirra í þessu ævintýri hefur verið stórkostleg. Það er mikil hvatning og hugur í okkar fólki og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Skúli. „Ég er mjög ánægður með stöðuna,“ sagði Skúli þegar hann var spurður hvort hann væri svektur yfir því að viðræðurnar við Icelandair hefðu ekki gengið upp. Aðspurður sagðist hann „að sjálfsögðu“ eiga von á því að endurskipulagning myndi ganga upp.Sendi starfsmönnum bréf Skúli sendi starfsmönnum sínum bréf í kvöld þar sem hann þakkaði fyrir skilaboð sem starfsfólk hefði sent honum síðustu daga. Hann segir margt starfsfólk hafa boðist til að leggja hluta launa sinna upp í hlutabréf í félaginu og sagðist vona að hægt yrði að gera slíkt að veruleika. Í bréfinu segist Skúli einnig átta sig á því að allt umstang í kringum áframhaldandi fjármögnun félagsins sé orðið heldur langdregið. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er farið að hljóma eins og sagan endalausa – og ég vona að þessi saga muni engan endi taka,“ segir Skúli og vísar þar væntanlega til óskar sinnar um að saga WOW air fái að halda áfram. Fátt annað kemur fram í bréfinu en Skúli segist lítið annað geta sagt starfsfólki sínu um gang mála að svo stöddu, annað en það sem þegar hefur komið fram í yfirlýsingu félagsins. Verið sé að vinna að því að breyta skuldum félagsins í hlutafé fyrir kröfuhafa í því skini að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Nú undir kvöld var tilkynnt að Icelandair hefði slitið viðræðum á milli félaganna um aðkomu þessi fyrrnefnda að rekstri hins síðarnefnda. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði forsvarsmenn félagsins ekki treysta sér til að halda áfram með málið vegna reksturs og fjárhagsstöðu WOW air. „Eftir mikla vinnu og skoðun undanfarna daga, þá er niðurstaða okkar sú að rekstur og fjárhagsstaða WOW air er með þeim hætti að við treystum okkur ekki til þess að halda áfram með málið og ákváðum að slíta viðræðunum,“ sagði Bogi.Sjá einnig: Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOWSeinna barst stutt yfirlýsing frá WOW air um að forsvarsmenn félagsins ættu í viðræðum við kröfuhafa þess með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. Fréttablaðið hafði heimildir fyrir því að Artica Finance vinni að því að safna 30 milljónum Bandaríkjadala, eða um 3,6 milljörðum króna, til reksturs félagsins.Þá sagði á vef Fréttablaðsins að Skúli væri reiðubúinn að láta af hendi „umtalsverðan hlut í WOW,“ gegn því að hægt verði að halda rekstri félagsins áfram. Skuldabréfaeigendur myndu þá breyta kröfum sínum í hlutafé og leggja félaginu til nýtt fjármagn. Isavia myndi afskrifa hluta skuldar WOW vegna lendingargjalda.Sjá einnig: Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Í yfirlýsingu WOW air sagði að frekari upplýsingar yrðu gefnar upp á morgun. Mbl hafði í kvöld eftir ónafngreindum fulltrúa skuldabréfaeigenda að kröfuhafar hefðu tekið vel í þessar hugmyndir og kynning muni fara fram á morgun. Í samtali við Vísi vildi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, ekki staðfesta þær fregnir.Fulltrúar Samgöngustofu funduðu með forsvarsmönnum WOW air í kvöld. Talið er að sá fundur hafi snúist um flugrekstrarleyfi WOW air. Á Túristi.is segir að sex flugvélar WOW air séu í verkefnum í Norður-Ameríku í kvöld. Mögulegt sé að flugvélunum verði ekki flogið aftur til Íslands, þar sem eigendur þeirra gætu reynt að taka þær yfir. Þá til að koma í veg fyrir að Isavia geti kyrrsett þær til að fá upp í ógreidd lendinga- og farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Endurskipulagning WOW í kortunum Breytingarnar verða kynntar á morgun samkvæmt fulltrúa fjárfesta. 24. mars 2019 20:42 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, segist ánægður með stöðuna í máli félagsins. Hann segist hrærður yfir þeim ótrúlegu viðbrögðum sem starsfólk félagsins hafi sýnt. Þetta sagði Skúli þegar hann yfirgaf höfuðstöðvar WOW air um miðnætti í kvöld. „Ég er náttúrulega bara hræður yfir ótrúlega jákvæðum viðbrögðum allra starfsmanna okkar. Þátttaka þeirra í þessu ævintýri hefur verið stórkostleg. Það er mikil hvatning og hugur í okkar fólki og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Skúli. „Ég er mjög ánægður með stöðuna,“ sagði Skúli þegar hann var spurður hvort hann væri svektur yfir því að viðræðurnar við Icelandair hefðu ekki gengið upp. Aðspurður sagðist hann „að sjálfsögðu“ eiga von á því að endurskipulagning myndi ganga upp.Sendi starfsmönnum bréf Skúli sendi starfsmönnum sínum bréf í kvöld þar sem hann þakkaði fyrir skilaboð sem starfsfólk hefði sent honum síðustu daga. Hann segir margt starfsfólk hafa boðist til að leggja hluta launa sinna upp í hlutabréf í félaginu og sagðist vona að hægt yrði að gera slíkt að veruleika. Í bréfinu segist Skúli einnig átta sig á því að allt umstang í kringum áframhaldandi fjármögnun félagsins sé orðið heldur langdregið. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta er farið að hljóma eins og sagan endalausa – og ég vona að þessi saga muni engan endi taka,“ segir Skúli og vísar þar væntanlega til óskar sinnar um að saga WOW air fái að halda áfram. Fátt annað kemur fram í bréfinu en Skúli segist lítið annað geta sagt starfsfólki sínu um gang mála að svo stöddu, annað en það sem þegar hefur komið fram í yfirlýsingu félagsins. Verið sé að vinna að því að breyta skuldum félagsins í hlutafé fyrir kröfuhafa í því skini að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Nú undir kvöld var tilkynnt að Icelandair hefði slitið viðræðum á milli félaganna um aðkomu þessi fyrrnefnda að rekstri hins síðarnefnda. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði forsvarsmenn félagsins ekki treysta sér til að halda áfram með málið vegna reksturs og fjárhagsstöðu WOW air. „Eftir mikla vinnu og skoðun undanfarna daga, þá er niðurstaða okkar sú að rekstur og fjárhagsstaða WOW air er með þeim hætti að við treystum okkur ekki til þess að halda áfram með málið og ákváðum að slíta viðræðunum,“ sagði Bogi.Sjá einnig: Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOWSeinna barst stutt yfirlýsing frá WOW air um að forsvarsmenn félagsins ættu í viðræðum við kröfuhafa þess með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. Fréttablaðið hafði heimildir fyrir því að Artica Finance vinni að því að safna 30 milljónum Bandaríkjadala, eða um 3,6 milljörðum króna, til reksturs félagsins.Þá sagði á vef Fréttablaðsins að Skúli væri reiðubúinn að láta af hendi „umtalsverðan hlut í WOW,“ gegn því að hægt verði að halda rekstri félagsins áfram. Skuldabréfaeigendur myndu þá breyta kröfum sínum í hlutafé og leggja félaginu til nýtt fjármagn. Isavia myndi afskrifa hluta skuldar WOW vegna lendingargjalda.Sjá einnig: Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Í yfirlýsingu WOW air sagði að frekari upplýsingar yrðu gefnar upp á morgun. Mbl hafði í kvöld eftir ónafngreindum fulltrúa skuldabréfaeigenda að kröfuhafar hefðu tekið vel í þessar hugmyndir og kynning muni fara fram á morgun. Í samtali við Vísi vildi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, ekki staðfesta þær fregnir.Fulltrúar Samgöngustofu funduðu með forsvarsmönnum WOW air í kvöld. Talið er að sá fundur hafi snúist um flugrekstrarleyfi WOW air. Á Túristi.is segir að sex flugvélar WOW air séu í verkefnum í Norður-Ameríku í kvöld. Mögulegt sé að flugvélunum verði ekki flogið aftur til Íslands, þar sem eigendur þeirra gætu reynt að taka þær yfir. Þá til að koma í veg fyrir að Isavia geti kyrrsett þær til að fá upp í ógreidd lendinga- og farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Endurskipulagning WOW í kortunum Breytingarnar verða kynntar á morgun samkvæmt fulltrúa fjárfesta. 24. mars 2019 20:42 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Endurskipulagning WOW í kortunum Breytingarnar verða kynntar á morgun samkvæmt fulltrúa fjárfesta. 24. mars 2019 20:42
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00