Endurskipulagning WOW í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:42 Mikil óvissa ríkir nú um framtíð WOW. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45