Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að "þefa“ af WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 12:00 Viðræður Indigo og WOW air stóðu yfir mánuðum saman. Fréttablaðið/Ernir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið.„Þessir samningar við Indigo hafa verið mjög sérstakir. Yfirleitt þegar menn eru að kaupa fyrirtæki þá drífa þeir sig í að ganga frá þeim samningum eins hratt og hægt er til þess að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri. Þessar tafir, mánuð eftir mánuð, eru búnar að vera mjög merkilegar að horfa á,“ sagði Jón Karl á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðu WOW Air ásamt Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Bandaríska félagið Indigo Partners hóf viðræður um aðkomu þess að WOW air í nóvember. Félagið er stofnað af Bill Franke og sérhæfir það sig í fjárfestingu í flugiðnaði. Félagið er stærsti hluthafinn í Wizz Air, sem meðal annars flýgur til og frá Íslandi. Þá á félagið einnig aðalfjárfestirinn í Tiger Airways og Spirit Airlines.Farnir með flugtímana á Gatwick Viðræðurnar stóðu yfir mánuðum saman en í fyrstu var útlit fyrir að samningar myndu nást. Tilkynnt var um að Indigo myndi koma með allt að 9,3 milljarða inn í WOW air og skömmu síðar var tilkynnt að félagið myndi eignast 49 prósenta hlut í WOW air.Sjá einnig: Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Viðræðurnar drógust þó á langinn en í lok febrúar var tilkynnt um að viðræður héldu áfram. Síðastliðinn fimmtudag var hins vegar tilkynnt að Indigo hefði slitið viðræðunum. Var Jón Karl spurður að því á Sprengisandi hvort að hann teldi að Indigo hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air. „Ég er hræddur um að þeir hafi fyrst og fremst ætlað sér að þefa af þessu og læra. Þeir náðu slottunum á Gatwick og það er ýmislegt sem bendir til þess að þeir hafi nú fengið margt af því sem þeir ætluðu sér í þessum samningi,“ sagði Jón Karl.Og séu nú bara farnir með það?„Þeir eru farnir með það. Þeir fóru með slottin að minnsta kosti, á Gatwick. Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig þetta var en þetta er að minnsta kosti mjög merkilegt. Ef þú kaupir fyrirtæki þá er yfirleitt fyrsta reglan að þú reynir að gera það hratt til þess að fyrirtækið haldi þá áfram í rekstri ef það er markmiðið yfir höfuð,“ sagði Jón Karl og vísaði til þess að Wizz air, eitt af félögunum í eigu Indigo, hafi verið annað tveggja flugfélaga sem keypti flugtíma WOW air á Gatwick-flugvelli í Bretlandi. Viðræður standa nú yfir á milli Icelandair og WOW air um aðkomu fyrrnefnda félagsins að rekstri WOW air. Gáfu félögin sér frest til morgundagsins til þess að ljúka viðræðum. Hlusta má á viðtalið við Jón Karl og Magnús Árna hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið.„Þessir samningar við Indigo hafa verið mjög sérstakir. Yfirleitt þegar menn eru að kaupa fyrirtæki þá drífa þeir sig í að ganga frá þeim samningum eins hratt og hægt er til þess að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri. Þessar tafir, mánuð eftir mánuð, eru búnar að vera mjög merkilegar að horfa á,“ sagði Jón Karl á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi stöðu WOW Air ásamt Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi.Jón Karl Ólafsson.Stöð 2/Sindri Reyr Einarsson.Bandaríska félagið Indigo Partners hóf viðræður um aðkomu þess að WOW air í nóvember. Félagið er stofnað af Bill Franke og sérhæfir það sig í fjárfestingu í flugiðnaði. Félagið er stærsti hluthafinn í Wizz Air, sem meðal annars flýgur til og frá Íslandi. Þá á félagið einnig aðalfjárfestirinn í Tiger Airways og Spirit Airlines.Farnir með flugtímana á Gatwick Viðræðurnar stóðu yfir mánuðum saman en í fyrstu var útlit fyrir að samningar myndu nást. Tilkynnt var um að Indigo myndi koma með allt að 9,3 milljarða inn í WOW air og skömmu síðar var tilkynnt að félagið myndi eignast 49 prósenta hlut í WOW air.Sjá einnig: Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Viðræðurnar drógust þó á langinn en í lok febrúar var tilkynnt um að viðræður héldu áfram. Síðastliðinn fimmtudag var hins vegar tilkynnt að Indigo hefði slitið viðræðunum. Var Jón Karl spurður að því á Sprengisandi hvort að hann teldi að Indigo hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air. „Ég er hræddur um að þeir hafi fyrst og fremst ætlað sér að þefa af þessu og læra. Þeir náðu slottunum á Gatwick og það er ýmislegt sem bendir til þess að þeir hafi nú fengið margt af því sem þeir ætluðu sér í þessum samningi,“ sagði Jón Karl.Og séu nú bara farnir með það?„Þeir eru farnir með það. Þeir fóru með slottin að minnsta kosti, á Gatwick. Ég þekki ekki nákvæmlega hvernig þetta var en þetta er að minnsta kosti mjög merkilegt. Ef þú kaupir fyrirtæki þá er yfirleitt fyrsta reglan að þú reynir að gera það hratt til þess að fyrirtækið haldi þá áfram í rekstri ef það er markmiðið yfir höfuð,“ sagði Jón Karl og vísaði til þess að Wizz air, eitt af félögunum í eigu Indigo, hafi verið annað tveggja flugfélaga sem keypti flugtíma WOW air á Gatwick-flugvelli í Bretlandi. Viðræður standa nú yfir á milli Icelandair og WOW air um aðkomu fyrrnefnda félagsins að rekstri WOW air. Gáfu félögin sér frest til morgundagsins til þess að ljúka viðræðum. Hlusta má á viðtalið við Jón Karl og Magnús Árna hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. 23. mars 2019 10:00
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. 23. mars 2019 20:15
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30