Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2019 20:15 Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Krafist er aðhalds í launakostnaði og opinberum innkaupum en útgjöld til samgöngu- og félagsmála eru aukin. Verði WOW air gjaldþrota þarf að endurskoða áætlunina. Áætlunin verður lögð fyrir Alþingi á þriðjudag en í henni er horft til þess að efnahagshorfur hafi breyst töluvert á síðastliðnu ári. „Það er nokkuð lægri vöxtur á yfirstandandi ári en við áður sáum fyrir. Það er líka bara aðeins að hægja á hagvexti í hagkerfinu samkvæmt öllum spám. Það þýðir að útgjaldavöxturinn verður minni á næstu árum og við þurfum áfram að fara fram á hagræði og aðhald í opinberum rekstri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Áfram er gert ráð fyrir hagvexti en horfur ársins breyst umtalsvert frá síðustu áætlun. Þá var gert ráð fyrir 2,8 prósenta vexti en nú er það 1,7 prósent. Það yrði minnsti vöxtur frá árinu 2012. Þessar tölur gætu hins vegar gjörbreyst. Í fjármálaáætlun segir að veruleg óvissa sé uppi um hagþróun næstu missera. Meðal stórra óvissuþátta er staða WOW air en mögulegt gjaldþrot félagsins hefði mikil áhrif á hagkerfið líkt og fram kemur í skýrslu Reykjavík Economics, sem fréttablaðið greindi frá í morgun. Þar segir að landsframleiðsla gæti dregist saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári við gjaldþrot. Bjarni segir að áætlunin verði endurskoðuð fari félagið í þrot. „Alveg tvímælalaust. Ef það verða meiriháttar breytingar í nærumhverfinu eða annars staðar verðum við að aðlaga okkur að því og það verður tími til þess undir þinglegri meðferð. Það myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum.“ Helstu útgjaldaaukningar núna eru til samgöngumála, eða sextán milljarða aukning yfir fimm ára tímabil, nýsköpunarmála, einnig sextán milljarðar og félagsmála, þar sem 25 milljarðar til viðbótar renna í málaflokkinn. Fjármunirnir fara að miklu leyti í kjarasamningsmál, líkt og lengingu fæðingarorlofs úr níu mánuðum í tólf og hækkun stofnframlaga til almennra íbúða vegna húsnæðisátaks. Þá eru einnig gerðar viðbótaraðhaldskröfur varðandi opinber innkaup og launakostnað. „Sem að meðal annars getur leitt til þess að við tökum í gagnið tæknilausnir sem að kannski krefjast ekki sama mannfjölda og verið hefur. Á launaliðnum erum við að segja að við getum séð heilt yfir þennan lið vaxa um hálft prósent umfram verðlag. Það er eins konar aðhaldskrafa,“ segir Bjarni.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira