Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2019 20:15 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði og nam kostnaður nærri tveimur milljörðum króna. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu, og segir þau glæpsamlega há; þau séu að stúta útgerð hringinn í kringum landið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Útgerðarsaga fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði nær yfir sjötíu ár en gamla fiskvinnsluhúsið var orðið úrelt. Framtíð landvinnslu var undir.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var annaðhvort að taka ákvörðun um að fara í þetta skref eða hætta. Við erum auðvitað bara miklir landsbyggðarmenn og þorpið okkar er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur Smári. Niðurstaðan var að byggja nýtt 2.700 fermetra vinnsluhús. Vélarnar voru ræstar í lok janúar og þessa dagana eru vinnslulínurnar að komast á fulla ferð. „Við segjum það alveg kinnroðalaust: Þetta er ein fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi og þótt víðar væri leitað,“ segir framkvæmdastjórinn.Séð yfir nýja fiskvinnslusalinn. Þar var verið að vinna bæði þorsk og karfa á tveimur vinnslulínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðmundur Smári segir þetta jafnframt einhverja mestu iðnaðaruppbyggingu á Íslandi á síðasta ári enda sé megnið af vélbúnaði íslensk smíði og íslenskt hugvit; frá fyrirtækjum eins og Marel, 3X, Frosti og Baader Ísland. Ístak hafi svo byggt húsið og nýtt iðnaðarmenn af svæðinu. „Við erum að vinna núna þorsk og karfa. Það eru sem sagt tvær línur inni í húsinu og meirihlutinn af þessu er að fara ferskt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri. Með nýjustu tækni, eins og í skurðarvélum, er mannshöndin leyst af hólmi. Markmiðið er að hámarka nýtingu og verðmæti fiskaflans.Rósa Guðmundsdóttir er framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við höfum ekki áform um að fækka fólki. Við ætlum að hafa svipaðan starfsmannafjölda, jafnvel bæta örlítið í. En hugmyndafræðin er að ná að afkasta tvisvar sinnum því magni sem við gerðum í gamla húsinu,“ segir Guðmundur Smári. „En álag kannski á starfsfólk á að vera minna, líkamlegt álag. Að vera að lyfta og færa til kassa, og þess háttar. Það ætti að minnka hjá okkur,“ segir Rósa. Fjárfestingin nemur hátt í tveimur milljörðum króna en þegar spurt er hvort hún borgi sig kemur hik á framkvæmdastjórann. „Hefðum við vitað hver veiðigjöldin voru á síðasta ári þá hefðum við sennilega aldrei farið í þessa fjárfestingu. Þau voru bara, vil ég orða það; glæpsamlega há. Og eru að stúta útgerð hringinn í kringum landið."Guðmundur Smári í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hugsa að við hefðum ekki farið í fjárfestinguna hefðum við vitað um veiðigjöldin. Að vísu er búið að laga þau örlítið núna. En þau eru samt sem áður allt of há. Þetta er bara alveg hræðilegur landsbyggðarskattur. Það verður bara eitthvað að gerast,“ segir framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Fjallað verður um mannlíf í Grundarfirði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Grundarfjörður Sjávarútvegur Skattar og tollar Um land allt Tengdar fréttir Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði og nam kostnaður nærri tveimur milljörðum króna. Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu, og segir þau glæpsamlega há; þau séu að stúta útgerð hringinn í kringum landið. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Útgerðarsaga fjölskyldufyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar í Grundarfirði nær yfir sjötíu ár en gamla fiskvinnsluhúsið var orðið úrelt. Framtíð landvinnslu var undir.Frá Grundarfirði. Séð yfir hafnarsvæðið. Kirkjufell í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það var annaðhvort að taka ákvörðun um að fara í þetta skref eða hætta. Við erum auðvitað bara miklir landsbyggðarmenn og þorpið okkar er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Guðmundur Smári. Niðurstaðan var að byggja nýtt 2.700 fermetra vinnsluhús. Vélarnar voru ræstar í lok janúar og þessa dagana eru vinnslulínurnar að komast á fulla ferð. „Við segjum það alveg kinnroðalaust: Þetta er ein fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi og þótt víðar væri leitað,“ segir framkvæmdastjórinn.Séð yfir nýja fiskvinnslusalinn. Þar var verið að vinna bæði þorsk og karfa á tveimur vinnslulínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Guðmundur Smári segir þetta jafnframt einhverja mestu iðnaðaruppbyggingu á Íslandi á síðasta ári enda sé megnið af vélbúnaði íslensk smíði og íslenskt hugvit; frá fyrirtækjum eins og Marel, 3X, Frosti og Baader Ísland. Ístak hafi svo byggt húsið og nýtt iðnaðarmenn af svæðinu. „Við erum að vinna núna þorsk og karfa. Það eru sem sagt tvær línur inni í húsinu og meirihlutinn af þessu er að fara ferskt,“ segir Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri. Með nýjustu tækni, eins og í skurðarvélum, er mannshöndin leyst af hólmi. Markmiðið er að hámarka nýtingu og verðmæti fiskaflans.Rósa Guðmundsdóttir er framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við höfum ekki áform um að fækka fólki. Við ætlum að hafa svipaðan starfsmannafjölda, jafnvel bæta örlítið í. En hugmyndafræðin er að ná að afkasta tvisvar sinnum því magni sem við gerðum í gamla húsinu,“ segir Guðmundur Smári. „En álag kannski á starfsfólk á að vera minna, líkamlegt álag. Að vera að lyfta og færa til kassa, og þess háttar. Það ætti að minnka hjá okkur,“ segir Rósa. Fjárfestingin nemur hátt í tveimur milljörðum króna en þegar spurt er hvort hún borgi sig kemur hik á framkvæmdastjórann. „Hefðum við vitað hver veiðigjöldin voru á síðasta ári þá hefðum við sennilega aldrei farið í þessa fjárfestingu. Þau voru bara, vil ég orða það; glæpsamlega há. Og eru að stúta útgerð hringinn í kringum landið."Guðmundur Smári í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hugsa að við hefðum ekki farið í fjárfestinguna hefðum við vitað um veiðigjöldin. Að vísu er búið að laga þau örlítið núna. En þau eru samt sem áður allt of há. Þetta er bara alveg hræðilegur landsbyggðarskattur. Það verður bara eitthvað að gerast,“ segir framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. Fjallað verður um mannlíf í Grundarfirði í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Grundarfjörður Sjávarútvegur Skattar og tollar Um land allt Tengdar fréttir Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Arion lokar útibúi sínu í Grundarfirði Breytingar verða gerðar á útibúaneti Arion banka á næstu mánuðum. 18. september 2018 14:09
Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26
Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. 19. júlí 2018 15:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent