Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 19:30 Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. WOW Air, Icelandair Group og forsætisráðuneytið sendu öll frá sér yfirlýsingar vegna stöðu WOW í gær eftir að staðfest var að viðræðum félagsins við bandaríska fjárfestinn Indigo Partners hafði verið slitið um að Icelandair og WOW hefðu tekið öðru sinni upp viðræður um sameiningu félaganna. Íslensk stjórnvöld fylgjast náið með viðræðum Icelandair og WOW. Afskiptum stjórnvalda eru þó settar skorður bæði með samkeppnislögum og Evrópu lögum og reglum sem þó bjóða upp á ákveðið svigrúm. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir flugfélögin starfa eftir opinberum rekstrarleyfum. Stjórnvöld hafi því fylgst vel með þróun mála frá degi til dags. „Og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt verði ekki að opinberri hálfu gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli,” segir Bjarni. Hér sé um stóra og mikilvæga atvinnugrein að ræða. „Við lítum þannig á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna í landinu geti haft mjög slæm smitáhrif. Hún gæti valdið atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og truflunum til lengri tíma. Tafið innviða uppbyggingu og svo framvegis,” segir fjármálaráðherra.Gjaldtaka á ferðaþjónustuna mögulega endurskoðuð Stjórnvöld séu því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til að mynda varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og endurskoðun gjalda á ferðaþjónustuna. Ríkið muni hins vegar ekki setja fé inn í þennan áhættusama rekstur. Markaðsaðilar verði sjálfir að hafa trú á rekstrinum. „Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál. Það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt,” segir Bjarni. Þegar Air Berlin fór á hausinn árið 2017 lánuðu þýsk stjórnvöld þrotabúinu 150 milljónir evra í þrjá mánuði til að félagið kæmi farþegum heim og eignum þess í sölu.Kemur eitthvað slíkt til greina?„Við höfum gert okkar eigin áætlanir ef allt færi á versta veg. Ég held að það verði að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það þótti takast ágætlega í því tilviki. Við erum bara ekki komin á þennan stað,” segir Bjarni.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá áfangastaði sem WOW flýgur á en Icelandair ekki merkta með fjólubláum hring.Grafík/TótlaEnn er opið fyrir bókanir hjá WOW. Flugfélögin fljúga bæði á marga áfangastaði en WOW flýgur hins vegar á tíu staði sem Icelandair flýgur ekki til. Fjármálaráðherra vonar að starfsemin geti haldið áfram með trúverðugum áætlunum um að leysa rekstrarvanda félagsins. En hvað með farþega sem eiga bókuð sæti með WOW?Er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur?„Ég get ekki tekið það að mér að meta það fyrir hvern og einn. En það er öllum ljóst að það er alvarlegur rekstrarvandi til staðar,” segir Bjarni Benediktsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. WOW Air, Icelandair Group og forsætisráðuneytið sendu öll frá sér yfirlýsingar vegna stöðu WOW í gær eftir að staðfest var að viðræðum félagsins við bandaríska fjárfestinn Indigo Partners hafði verið slitið um að Icelandair og WOW hefðu tekið öðru sinni upp viðræður um sameiningu félaganna. Íslensk stjórnvöld fylgjast náið með viðræðum Icelandair og WOW. Afskiptum stjórnvalda eru þó settar skorður bæði með samkeppnislögum og Evrópu lögum og reglum sem þó bjóða upp á ákveðið svigrúm. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir flugfélögin starfa eftir opinberum rekstrarleyfum. Stjórnvöld hafi því fylgst vel með þróun mála frá degi til dags. „Og þannig tryggt að séu ákveðin skilyrði uppfyllt verði ekki að opinberri hálfu gripið inn í. En það eru líka skilyrði sem skipta máli,” segir Bjarni. Hér sé um stóra og mikilvæga atvinnugrein að ræða. „Við lítum þannig á að meiriháttar röskun fyrir ferðaþjónustuna í landinu geti haft mjög slæm smitáhrif. Hún gæti valdið atvinnuleysi, samdrætti í hagvexti og truflunum til lengri tíma. Tafið innviða uppbyggingu og svo framvegis,” segir fjármálaráðherra.Gjaldtaka á ferðaþjónustuna mögulega endurskoðuð Stjórnvöld séu því opin fyrir samtali sem geti aukið samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar til að mynda varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og endurskoðun gjalda á ferðaþjónustuna. Ríkið muni hins vegar ekki setja fé inn í þennan áhættusama rekstur. Markaðsaðilar verði sjálfir að hafa trú á rekstrinum. „Við teljum að þetta sé mjög alvarlegt mál. Það séu mjög miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðarbúið allt,” segir Bjarni. Þegar Air Berlin fór á hausinn árið 2017 lánuðu þýsk stjórnvöld þrotabúinu 150 milljónir evra í þrjá mánuði til að félagið kæmi farþegum heim og eignum þess í sölu.Kemur eitthvað slíkt til greina?„Við höfum gert okkar eigin áætlanir ef allt færi á versta veg. Ég held að það verði að meta það í hverju tilviki fyrir sig. Það þótti takast ágætlega í því tilviki. Við erum bara ekki komin á þennan stað,” segir Bjarni.Á meðfylgjandi mynd má sjá þá áfangastaði sem WOW flýgur á en Icelandair ekki merkta með fjólubláum hring.Grafík/TótlaEnn er opið fyrir bókanir hjá WOW. Flugfélögin fljúga bæði á marga áfangastaði en WOW flýgur hins vegar á tíu staði sem Icelandair flýgur ekki til. Fjármálaráðherra vonar að starfsemin geti haldið áfram með trúverðugum áætlunum um að leysa rekstrarvanda félagsins. En hvað með farþega sem eiga bókuð sæti með WOW?Er ástæða fyrir farþega að hafa áhyggjur?„Ég get ekki tekið það að mér að meta það fyrir hvern og einn. En það er öllum ljóst að það er alvarlegur rekstrarvandi til staðar,” segir Bjarni Benediktsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. 21. mars 2019 21:18