Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2019 20:00 Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Íslendingar hafa innleitt orkupakka eitt og tvö sem fólu í sér markaðsvæðingu á framleiðslu og sölu á raforku. Þriðji orkupakkinn felur í sér ákvæði um neytendavernd og aðgang að flutnings- og dreifikerfum, gagnsæi á markaði, aðskilnað samkeppnisrekstrar í framleiðslu og sölu frá sérleyfisrekstri í flutningi og dreifingu. Margir óttuðust að með innleiðingunni fælist að gefið væri eftir vald í raforkumálum til alþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins og verð á raforku myndi hækka með tengingu við evrópska raforkumarkaðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ekkert breytast varðandi yfirráð Íslendinga yfir raforkumálum sínum. „Það hafa margir haft áhyggjur og við höfum komið til móts við þær. Þetta er orkupakki á íslenskum forsendum. Menn hafa haft áhyggjur af tvennu. Annars vegar að þetta standist ekki stjórnarskrá og hins vegar að við yrðum tengd orkumarkaði Evrópu hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Það mun ekki gerast,” segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra leggur þingsályktunartillögu um innleiðingu pakkans fyrir Alþingi í næstu viku og iðnaðarráðherra leggur fram frumvörp um breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun sem ætlað er eftirlitshlutverk með málaflokknum. Þær reglur sem eiga við um flutning raforku yfir landamæri eru innleiddar með þeim lagalega fyrirvara að þær komi ekki til framkvæmda nema að Alþingi heimili lagningu raforkustrengs. „Það eru allir fræðimenn sem að málinu hafa komið sammála um að þetta standist stjórnarskrá. Sömuleiðis er það tryggt að hér verður ekki lagður sæstrengur nema Alþingi ákveði það sérstaklega. Og þá þarf að byrja með málið í rauninni upp á nýtt,” segir Guðlaugur Þór. Þennan skilning hefur utanríkisráðherra fengið staðfestan á símafundi með orku- og loftslagsmálastjóra Evrópusambandsins. Til að ítreka afstöðu Íslands enn frekar ákváðu þingflokkar stjórnarflokkanna á sameiginlegum fundi á miðvikudag að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink til Skotlands yrði dregin til baka
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00 Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55 Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. 22. mars 2019 14:00
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. 20. mars 2019 15:55
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. 20. mars 2019 10:29