Zainab er 14 ára gömul og var með skólasystkinum sínum í för en vísa á henni og fjölskyldu hennar úr landi til Grikklands. Zainab og fjölskylda eru Afganir og bjuggu þau í Íran. Þaðan flúðu þau til Grikklands og komu svo hingað til lands.
Undirskriftasöfnunin hófst í byrjun þessarar viku og er alfarið í höndum nemenda skólans. Í síðustu viku hafði réttindaráð skólans hafið undirskriftasöfnun en hún var stöðvuð eftir að foreldrar nemenda við Hagaskóla gerðu athugasemdir við það hvort söfnunin stæðist persónuverndarlög.
Nemendur hófu því nýja undirskriftasöfnun og segir á vef RÚV að 6000 annars hafi skrifað undir. Frá kærunefnd útlendingamála halda nemendurnir í dómsmálaráðuneytið þar sem þeir hyggjast afhenda Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, undirskriftalistann.