Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 23:03 Sendibíll mannsins fluttur á brott eftir að hann var handtekinn í október. Vísir/Getty Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Karlmaður sem sendi rörsprengjur til fjölda pólitískra andstæðinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta játaði sök fyrir dómi í New York í dag. Hann gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér þegar refsing hans verður ákvörðuð í september. Barack Obama, fyrrverandi forseti, Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2016 og George Soros, milljarðamæringur og fjárhagslegur bakhjarl demókrata, voru á meðal þeirra sem Cesar Sayoc sendi sextán tæki sem hann hannaði til að líta út eins og rörasprengjur. Í þeim voru flugeldapúður, áburður, starfræn klukka og vírar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Pakkana sendi maðurinn í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í október. Sendingarnar voru allar stöðvaðar áður en þær komust í hendur þeirra sem þær voru stílaðar á og engin þeirra sprakk. Hann var handtekinn eftir fjögurra daga leit yfirvalda. Þegar dómari spurði manninn hvort að hann hafi ætlað sér að drepa eða særa viðtakendurna með sprengjum neitaði hann því. Viðurkenndi hann þó að hafa gert sér grein fyrir að mögulegt væri að þær spryngju. „Ég veit að þessar gjörðir voru rangar og mér þykir það gríðarlega leitt,“ sagði maðurinn sem kjökraði eftir að hann lýsti því hvernig hann sendi pakkana. Þegar maðurinn var handtekinn á Flórída bjó hann í hvítum sendiferðabíl sem hann hafði límt fjölda límmiða með skilaboðum til stuðnings Trump forseta og slagorðinu „CNN sýgur“ á hliðinni. Þá voru myndir af andlitum leiðtoga Demókrataflokksins með krosslínum byssusjónauka yfir þeim.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30