Icelandair og Wow air ræða aftur saman í samráði við stjórnvöld Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa 21. mars 2019 21:18 Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórn Icelandair Group hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri síðarnefnda flugfélagsins. WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Í tilkynningu segir að viðræðurnar fari fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að félögin ætli sér að ljúka viðræðum um aðkomu Icelandair Group að rekstri Wow air fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. „Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld,“ segir í tilkynningunni.Stjörnvöld fylgjast með Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna málsins, sem barst klukkan 21:25, segir að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að. Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.“ Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air í kvöld kom fram að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á íslenska félaginu. Í kjölfarið hafi viðræður við Icelandair Group hafist.Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkTjá sig eftir helgi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Fulltrúar félagsins muni að öllum líkindum ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og því væri ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu.Hófust í desember Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Var þá talað um að fjárfesting Indigo í WOW gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frestur til að ná samkomulagi rann fyrst út 28. febrúar, en þegar ljóst var að ekki myndi takast að ná samkomulagi fyrir þann tíma var greint frá því að viðræður myndu halda áfram og væri vonast til að þeim yrði lokið fyrir 29. mars. Viðræðunum hefur hins vegar nú verið slitið milli félaganna.Fyrirtæki á fallanda fæti Viðræður WOW air og Icelandair munu fara fram í samráði við stjórnvöld þar sem aðkoman byggir á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Með því er átt við að í undantekningartilvikum sé samkeppnisyfirvöldum unnt að samþykkja samruna félaga, sem annars myndi sæta íhlutun. Byggir sú undanþága á leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en íslensk samkeppnisyfirvöld hafa talið regluna rúmast innan gildandi samkeppnislaga. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri síðarnefnda flugfélagsins. WOW air tilkynnti í kvöld að bandaríska félagið Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á félaginu. Í tilkynningu segir að viðræðurnar fari fram í samráði við stjórnvöld og að vísað verði til ákvæða samkeppnislaga um fyrirtæki á fallandi fæti. Í tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að félögin ætli sér að ljúka viðræðum um aðkomu Icelandair Group að rekstri Wow air fyrir mánudaginn næsta, 25. mars. „Ef af verður mun aðkoman byggja á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallandi fæti. Viðræðurnar fara fram í samráði við stjórnvöld,“ segir í tilkynningunni.Stjörnvöld fylgjast með Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu vegna málsins, sem barst klukkan 21:25, segir að stjórnvöld hafi síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. „Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að. Ríkisstjórnin mun áfram fylgjast grannt með framvindunni og bindur vonir við að viðræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu.“ Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Wow air í kvöld kom fram að Indigo Partners hefði slitið viðræðum um kaup á íslenska félaginu. Í kjölfarið hafi viðræður við Icelandair Group hafist.Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.Fréttablaðið/Anton BrinkTjá sig eftir helgi Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sagðist ekkert geta tjáð sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af henni í kvöld. Fulltrúar félagsins muni að öllum líkindum ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Vísi að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og því væri ekki tímabært að tjá sig um þær að svo stöddu.Hófust í desember Fyrst var greint frá viðræðum Indigo Partners og WOW í desember á síðasta ári. Var þá talað um að fjárfesting Indigo í WOW gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frestur til að ná samkomulagi rann fyrst út 28. febrúar, en þegar ljóst var að ekki myndi takast að ná samkomulagi fyrir þann tíma var greint frá því að viðræður myndu halda áfram og væri vonast til að þeim yrði lokið fyrir 29. mars. Viðræðunum hefur hins vegar nú verið slitið milli félaganna.Fyrirtæki á fallanda fæti Viðræður WOW air og Icelandair munu fara fram í samráði við stjórnvöld þar sem aðkoman byggir á sjónarmiði samkeppnisréttar um fyrirtæki á fallanda fæti. Með því er átt við að í undantekningartilvikum sé samkeppnisyfirvöldum unnt að samþykkja samruna félaga, sem annars myndi sæta íhlutun. Byggir sú undanþága á leiðbeiningarreglum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en íslensk samkeppnisyfirvöld hafa talið regluna rúmast innan gildandi samkeppnislaga.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30 WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu WOW Forsætisráðherra segir ljóst að það muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf fari allt á versta veg hjá WOW air. 20. mars 2019 19:30
WOW air falast eftir ríkisábyrgð Settu fram hugmyndir um ríkisábyrgð á láni frá Arion. Ósennilegt að stjórnvöld muni ljá máls á þeim. Þreifingar á milli WOW air og Icelandair. Þarf ávallt að vera með eina vél tiltæka sem tryggingu vegna skuldar við Isavia. 20. mars 2019 06:15