Frábær uppskera á Special Olympics Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2019 20:30 Hluti af íslenska hópnum á setningarathöfn leikanna mynd/íf Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira