Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 18:44 Brak úr eþíópísku Boeing-vélinni sem hrapaði 13. mars. Vísir/EPA Öryggiskerfi sem flugvélaframleiðandinn Boeing seldi flugfélögum aukalega voru ekki til staðar í 737 Max-vélunum sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu. Fyrirtækið ætlar að gera kerfin að staðalbúnaði þegar hugbúnaðaruppfærsla sem það hefur unnið að eftir flugslysin mannskæðu verður tilbúin.Reuters-fréttastofan segir að kerfin, sem voru seld sem aukahlutir, hefðu mögulega getað greint vandamálin sem urðu flugvélunum tveimur að falli. Tæplega 350 manns fórust í slysunum tveimur.New York Times segir að Boeing hafi rukkað flugfélög upp í topp fyrir aukahlutina. Mörg flugfélög, þar á meðal lágjaldaflugfélög eins og Lion Air, indónesíska flugfélagið, sleppi því að kaupa þá og eftirlitsaðilar geri ekki kröfu um að þeir séu til staðar. Líkindin hafa fundist með slysunum og hefur athyglin beinst að sjálfstýringu vélanna sem tekin var í notkun fyrir tveimur árum. Grunur leikur á að rangar upplýsingar frá skynjara gætu hafa virkjað kerfi sem á að koma í veg fyrir að vélin fari í ofris í tilfelli Lion Air-vélarinnar. Mögulegt er talið að aukahlutirnir, mælar sem sýndu annars vegar upplýsingar úr afstöðuskynjurum og hins vegar sem gæfu til kynna ef misræmi væri á milli upplýsinga frá skynjurunum, hefðu getað hjálpað flugmönnum vélanna á Indónesíu og í Eþíópíu að átta sig á að eitthvað bjátaði á fyrr.Rukka því þau geta það Boeing vinnur nú að hugbúnaðaruppfærslu fyrir 737 Max-vélarnar sem voru kyrrsettar skömmu eftir slysið á Indónesíu. New York Times segir að mælirinn sem gefur til kynna að misræmi sé í upplýsingum frá skynjurum verði staðalbúnaður í þeirri uppfærslu. Engu að síður verður afstöðumælirinn en valkvæður og þurfa flugfélög að kaupa hann aukalega. Björn Fehrm, greinandi hjá flugmálaráðgjafarfyrirtækinu Leeham, segir við bandaríska blaðið að þeir mælar kosti svo gott sem ekki neitt fyrir flugfélög að setja upp. „Boeing rukkar fyrir þá vegna þess að þau geta það en þeir eru lykilatriði fyrir öryggi,“ segir Fehrm. Bandarísk yfirvöld hafa nú hafið rannsókn á því hvernig Flugmálastofnun Bandaríkjanna (FAA) vottaði 737 Max-vélar Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Öryggiskerfi sem flugvélaframleiðandinn Boeing seldi flugfélögum aukalega voru ekki til staðar í 737 Max-vélunum sem hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu. Fyrirtækið ætlar að gera kerfin að staðalbúnaði þegar hugbúnaðaruppfærsla sem það hefur unnið að eftir flugslysin mannskæðu verður tilbúin.Reuters-fréttastofan segir að kerfin, sem voru seld sem aukahlutir, hefðu mögulega getað greint vandamálin sem urðu flugvélunum tveimur að falli. Tæplega 350 manns fórust í slysunum tveimur.New York Times segir að Boeing hafi rukkað flugfélög upp í topp fyrir aukahlutina. Mörg flugfélög, þar á meðal lágjaldaflugfélög eins og Lion Air, indónesíska flugfélagið, sleppi því að kaupa þá og eftirlitsaðilar geri ekki kröfu um að þeir séu til staðar. Líkindin hafa fundist með slysunum og hefur athyglin beinst að sjálfstýringu vélanna sem tekin var í notkun fyrir tveimur árum. Grunur leikur á að rangar upplýsingar frá skynjara gætu hafa virkjað kerfi sem á að koma í veg fyrir að vélin fari í ofris í tilfelli Lion Air-vélarinnar. Mögulegt er talið að aukahlutirnir, mælar sem sýndu annars vegar upplýsingar úr afstöðuskynjurum og hins vegar sem gæfu til kynna ef misræmi væri á milli upplýsinga frá skynjurunum, hefðu getað hjálpað flugmönnum vélanna á Indónesíu og í Eþíópíu að átta sig á að eitthvað bjátaði á fyrr.Rukka því þau geta það Boeing vinnur nú að hugbúnaðaruppfærslu fyrir 737 Max-vélarnar sem voru kyrrsettar skömmu eftir slysið á Indónesíu. New York Times segir að mælirinn sem gefur til kynna að misræmi sé í upplýsingum frá skynjurum verði staðalbúnaður í þeirri uppfærslu. Engu að síður verður afstöðumælirinn en valkvæður og þurfa flugfélög að kaupa hann aukalega. Björn Fehrm, greinandi hjá flugmálaráðgjafarfyrirtækinu Leeham, segir við bandaríska blaðið að þeir mælar kosti svo gott sem ekki neitt fyrir flugfélög að setja upp. „Boeing rukkar fyrir þá vegna þess að þau geta það en þeir eru lykilatriði fyrir öryggi,“ segir Fehrm. Bandarísk yfirvöld hafa nú hafið rannsókn á því hvernig Flugmálastofnun Bandaríkjanna (FAA) vottaði 737 Max-vélar Boeing.Fréttin hefur verið uppfærð.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45