Hvað ef Georg Bjarnfreðarson sækir um? Baldvin Björgvinsson skrifar 21. mars 2019 07:57 Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Eins og alþjóð veit er Georg Bjarnfreðarson með fimm háskólagráður. Hann er meðal annars með gráðu í félagsfræði og sálfræði sem og uppeldis- og kennslufræði og hefur þar með leyfisbréf sem framhaldsskólakennari. Nú eru til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hugmyndir um eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Forysta grunnskólakennara hefur stutt breytingar á útgáfu leyfisbréfa þótt öllum megi vera ljóst að það eru einmitt þeir kennarar sem ættu að hafa hvað mestar áhyggjur af stöðu sinni. Eitt leyfisbréf þýðir einmitt að Georg Bjarnfreðarson gætið setið fyrir um allar kennarastöður í grunnskóla ef tekið er mið af þeim frumvarpsdrögum sem nú hafa verið kynnt almenningi. Grunnskólakennari, hvort sem hann væri með gamla B.Ed prófið eða M.Ed gráðu, ætti ekki möguleika í Georg. Þó svo skólastjórar virðist halda að nýtt leyfisbréf færi þeim meira vald yfir ráðningum í grunnskóla, gilda hér eftir sem hingað til stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Þar verða málefnaleg rök að liggja til grundvallar öllum ráðningum og almennt sitja þeir fyrir sem mesta hafa menntunina. Georg okkar Bjarnfreðarson hefur meiri menntun en flestir í félagsgreinum og ættu fáir grunnskólakennarar séns á móti honum. Eitt leyfisbréf mun væntanlega gera það að verkum að framhaldsskólakennarar hafa forgang fram yfir grunnskólakennara við ráðningar vegna langrar menntunar sinnar. Grunnskólakennarar eiga aftur á móti minni möguleika á starfi í framhaldsskóla þar sem þar eru áfram gerðar talsvert miklar kröfur um sérhæfingu. Grunnskólakennarar eiga litla möguleika á starfi í leikskóla nema búa yfir sérhæfingu í leikskólakennarafræðum á meðan leikskólakennarar geta auðveldlega gengið í stöður yngri barna kennslu í grunnskóla. Það er eins og það hafi skort rækilega rýni á nýjum frumvarpsdrögum af hálfu grunnskólakennara eins og sjá má af örstuttri umsögn þeirra í samráðsgátt stjórnvalda. Hefði sú rýni farið fram, má vera að forystunni hefði orðið ljóst hversu afdrifarík ný lög um eitt leyfisbréf geta orðið fyrir stétt grunnskólakennara.Höfundur er í samninganefnd Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar