Trump barmar sér yfir að hafa ekki fengið þakkir fyrir jarðarför McCain Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 20:59 Eins og oft áður fór Trump um víðan völl í ræðu sinni. Sagði hann McCain meðal annars ekki vera sína tegund af manni. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40