Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:15 Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga sem voru framin þar. Vísir/Sighvatur Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira