Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:15 Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga sem voru framin þar. Vísir/Sighvatur Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira