Segir Laugaveg án bíla þýða galtóma götu Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. mars 2019 06:15 Líflegar umræður urðu á fundi Miðbæjarfélagsins í gær. Fréttablaðið/Ernir 239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
239 rekstraraðilar í miðborginni mótmæla áformum um lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Þetta kom fram á blaðamannfundi Miðbæjarfélagsins í gær. Aðilar á vegum félagsins gengu á milli fyrirtækja og könnuðu hug rekstraraðila til málsins. Aðeins átta aðilar reyndust fylgjandi lokun fyrir bílaumferð, níu vildu ekki taka afstöðu opinberlega en ekki fengust svör frá 31. Gunnar Guðjónsson, eigandi Gleraugnamiðstöðvarinnar á Laugavegi, er einn þeirra sem stóðu að könnuninni. Hann viðurkennir að ekki sé um hávísindalega könnun að ræða en er ekki hissa á niðurstöðunum. „Þetta er þveröfugt við það sem núverandi meirihluti er ávallt að halda fram,“ segir Gunnar. Á fundinum kom fram mikil óánægja hjá verslunareigendum og öðrum hagsmunaaðilum vegna skorts á samráði borgaryfirvalda. Það samráð sem hafi farið fram hafi verið sýndarmennska. „Er ekki samráð það að heyra sjónarmið þeirra sem eru með og á móti? Málið var að við máttum tjá okkur en það var búið að ákveða að loka. Þetta var sagt þarna niðri í Ráðhúsi,“ segir Gunnar. Í tilkynningu frá Miðbæjarsamtökunum segir að sumarlokanir sem hófust árið 2011 hafi leitt af sér mikinn samdrátt í verslun. Heyrðist það sjónarmið hjá verslunareigendum bæði innan þess svæðis sem hefur verið lokað bílaumferð á sumrin og utan þess. Gunnar sem rekið hefur verslun á Laugavegi síðan 1972 segir að það þurfi að tala um hlutina út frá aðstæðum á Íslandi. „Ég hef alltaf sagt að Reykjavík sé bílaborg. Það sem gerir hana að bílaborg er veðrið, fámennið og lélegar almenningssamgöngur. Ég á tveggja ára myndaseríu sem sýnir hvernig gatan lítur út þegar hún er lokuð. Hún er gal, galtóm. Bílarnir koma með mannlífið og kúnnana.“ Nokkrir verslunareigendur, sem þó voru í miklum minnihluta, voru óhressir með þá neikvæðu ímynd sem sífellt væri verið að draga upp af miðbænum. Nokkuð heitar umræður sköpuðust um það en einnig voru uppi ásakanir um að verslunareigendur hefðu verið beittir óeðlilegum þrýstingi til að skrifa undir listann. Auðunn Árni Gíslason, eigandi Fríðu skartgripahönnuðar á Skólavörðustíg, var einn þeirra. „Við höfum svolitlar áhyggjur af þessari neikvæðu umræðu. Við erum ekki að taka afstöðu með eða á móti lokun en okkur finnst umræðan oft vera full neikvæð.“ Auðunn segist skilja sjónarmið þeirra sem berjist gegn lokun. „Það er ekki þannig að þetta séu andstæðar fylkingar. Við erum í sama liði að reyna að tala upp miðbæinn frekar en að tala hann niður.“ Varðandi meint samráðsleysi borgarinnar sagðist Auðunn ekki geta metið það. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að þessi fundur muni jafnvel leiða til þess að þetta fari nú í pólitískar skotgrafir. Það er ekki að fara hjálpa okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira