Látið ekki Sjálfstæðisflokkinn eyðileggja kjaraviðræðurnar Ögmundur Jónsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um samstarf félagshyggjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn. Efasemdir mínar hafa snúist um prinsipp og praksis. Prinsippin eru þau að meini menn eitthvað með pólitískum stefnumarkmiðum sínum, þá kennir reynslan að þau fari forgörðum í slíku samstarfi á milli hægri og vinstri, því hætt er við að annar hvor aðilinn svíki sína umbjóðendur. Praksisinn er svo einmitt sá að samstarfið veldur því að annar, og yfirleitt minni aðilinn, veslast upp, tærist fyrst að innan og leggur síðan af – í fylgi. Mín kynslóð man ömurlegt hlutskipti Alþýðuflokksins sáluga, Framsókn var nær dauða en lífi þegar hún slapp úr hrammi Íhaldsins og nú er ástæða til að óttast um VG. Tilefni þessara hugleiðinga nú er skattaútspil ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þegar láglaunafólk heyr baráttu nánast upp á líf og dauða. Lofað hafði verið myndarlegri endurskoðun á skatta- og bótakerfinu sem hefði það í för með sér að hlutur láglauna- og millitekjufólks vænkaðist. Verkalýðshreyfingin tefldi síðan fram tillögum sem hefðu nákvæmlega þetta í för með sér, næðu þær fram að ganga, en vel að merkja, til að koma í veg fyrir tekjutap ríkissjóðs var gert ráð fyrir því að hlutur hátekjufólks vænkaðist ekki og eignafólk greiddi meira en það gerir nú. Sjálfstæðisflokkurinn sem aldrei gleymir því hver hann er, varnarvirki hátekju-Íslands, tekur þetta ekki í mál og fjármálaráðherrann slengir í nafni ríkisstjórnarinnar fram skattatillögum sem eru nánast sem löðrungur á verkalýðshreyfinguna og vel að merkja samstarfsflokkana í ríkisstjórn – hefði maður haldið: Skattalækkun upp á 6.700 krónur, sú sama fyrir marg-milljón króna fólkið og þau sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Nú þurfa VG og Framsókn og þeir sjálfstæðismenn sem eiga í sér félagspólitíska taug – einu sinni voru þeir til – að rísa upp í sameiningu og krefjast þess að Sjálfstæðisflokkurinn sýni ábyrgð og komi til móts við verkalýðshreyfinguna með myndarlegum jöfnunaraðgerðum í sköttum, vaxtabótum, húsaleigubótum og framlagi til félagslega leigukerfisins hjá sveitarfélögum. Það er ekki sæmandi að horfa þegjandi og aðgerðalaus á láglauna- og millitekjufólk heyja þá baráttu sem löngu var tímabær.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar