Stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2019 21:15 Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar. Þetta er mat bæjarstjóra Grundarfjarðar, sem telur brýnt að smærri þéttbýliskjarnar verði ekki látnir sitja eftir í iðnviðauppbyggingu, eins og ljósleiðaravæðingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.Frá fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Hún er hlaðin nýjum hátæknibúnaði, sem tekur yfir störf sem mannshöndin vann áður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er athyglisvert að á stað eins og okkar eru það kannski fyrirtækin í sjávarútvegi sem jafnvel leiða okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. „Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“ Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness. „Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“Frá Grundarfirði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í gula húsinu næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Öflugt net til gagnaflutninga sé lykilforsenda til að skapa störf án staðsetningar. „Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“ Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum. „Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“ Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi. „Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Grundarfjörður Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Snæfellsbær Tengdar fréttir Leggja ljósleiðara inn að Húsafelli 16. júní 2018 08:00 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00 Húnvetningar ljósleiðaravæða Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar. Þetta er mat bæjarstjóra Grundarfjarðar, sem telur brýnt að smærri þéttbýliskjarnar verði ekki látnir sitja eftir í iðnviðauppbyggingu, eins og ljósleiðaravæðingu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Fjórða iðnbyltingin er í raun hafin í samfélagi eins og Grundarfirði. Í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nemendum af sunnanverðum Vestfjörðum kennt í gegnum fjarfundabúnað og í nýrri fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. nýtast róbótar og gervigreind við að hámarka nýtingu og arðsemi sjávaraflans.Frá fiskvinnslu Guðmundar Runólfssonar hf. Hún er hlaðin nýjum hátæknibúnaði, sem tekur yfir störf sem mannshöndin vann áður.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er athyglisvert að á stað eins og okkar eru það kannski fyrirtækin í sjávarútvegi sem jafnvel leiða okkur inn í fjórðu iðnbyltinguna,“ segir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar. Til að sveitir landsins sitji ekki eftir hefur ríkið undanfarin ár styrkt ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. „Núna er bara staðan þannig að þéttbýlin eru orðin eftir. Þau eru skilgreind á svæði sem ekki er heimild til að styrkja með ríkisstyrkjum eða opinberu fé, þannig að markaðurinn verður að ráða.“ Hún spyr hvort einkafyrirtæki á fjarskiptamarkaði muni fjárfesta í byggðum Snæfellsness. „Hvenær ætla þau að ljósleiðaravæða Grundarfjörð? Ólafsvík? Hellissand? Og svo framvegis.“Frá Grundarfirði. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er í gula húsinu næst.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Öflugt net til gagnaflutninga sé lykilforsenda til að skapa störf án staðsetningar. „Að unga fólkið sem býr til störfin sín, getur unnið þessvegna hvar sem er í heiminum, en vill setja sig niður hér, - að það geti þá gert það.“ Fjórða iðnbyltingin geti leitt til stökkbreytinga á samfélögum. „Og landsbyggðin á raunverulega stórkostlegt tækifæri. Ef við erum að tala um byggðastefnu þá er þetta eitt stærsta tækifærið.“ Blómleg byggð haldist þó ekki nema innviðir séu í lagi. „Ef við sitjum eftir, þessi byggðarlög, þá er þetta búið,“ segir Björg. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Grundarfjörður Sjávarútvegur Skóla - og menntamál Snæfellsbær Tengdar fréttir Leggja ljósleiðara inn að Húsafelli 16. júní 2018 08:00 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30 Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00 Húnvetningar ljósleiðaravæða Ljósleiðaravæða á Húnavatnshrepp. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Geta tekist á við breytingar á vinnumarkaði í fjórðu iðnbyltingunni Ekki öll störf verða fyrir jafnmiklum áhrifum af sjálfvirknivæðingu og sum störf hverfa ekki endilega heldur breytast mikið, að sögn formanns nefndar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað. 3. mars 2019 13:30
Bjarnfirðingum kippt yfir á öld háhraðans Íbúum Bjarnarfjarðar á Ströndum hefur í einu vetfangi verið kippt yfir á öld háhraðans. Þeir eru að fá allt í senn; ljósleiðara, þriggja fasa rafmagn og malbikaðan veg. 26. nóvember 2018 21:00