„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 21:00 Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum. Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira