Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 14:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40