Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Sylvía Hall skrifar 31. mars 2019 14:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. Viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi verið mikilvæg en hún þurfi nú að ganga lengra. „Það var vissulega gríðarlega mikilvægt að stíga þar inn, líka upp á orðspor landsins og áfangastaðarins, þá var þetta nauðsynlegt,“ segir Bjarnheiður en það þurfi nú að finna leiðir til þess að vega upp á móti þessu áfalli og þeim viðskiptamissi sem fylgi. Í Sprengisandi í dag sagði Bjarnheiður stöðuna í íslenskri ferðaþjónustu vera þrönga og hún hafi verið það alveg fyrir fall WOW air. Samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu hafi farið hratt versnandi síðustu ár og það sýni sig í því að ferðamenn dvelji í styttri tíma og ferðist minna. „Það er nákvæmlega það sem hefur gerst undanfarin tvö ár.“Sjá fram á allt að fjögur þúsund uppsagnir Hún segir samtökin hafa dregið upp ákveðna sviðsmynd af því sem nú taki við eftir fall flugfélagsins og þar er gert ráð fyrir um þrjú hundruð þúsund færri ferðamönnum þrátt fyrir að það yrði stigið inn í að einhverju leyti sem valdi miklum tekjumissi fyrir þjóðarbúið. Þá muni töluverður fjöldi fólks missa störf vegna gjaldþrotsins. „Uppsagnir eru nú þegar orðnar að veruleika og við erum svolítið hrædd um að það sé bara rétt að byrja. Við höfum áætlað að töpuð störf gæti orðið allt frá tvö þúsund upp að fjögur þúsund.“ Þá segist hún hafa miklar áhyggjur af stöðunni sem er uppi enda sumarið á næsta leyti. Það þurfi að tryggja meira flugframboð til landsins enda sé stórt skarð sem WOW air skilji eftir sig á markaði. Viðtalið við Bjarnheiði má heyra í spilaranum hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur WOW Air Tengdar fréttir „Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35 Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. 30. mars 2019 13:35
Yfir 1500 manns orðnir atvinnulausir á fáeinum sólarhringum Margar uppsagnanna má rekja beint til gjaldþrots flugfélagsins WOW air en það er þó ekki algilt. 29. mars 2019 23:45
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40