Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 19:00 Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að fjöldi fólks sem átti bókað með WOW air hafi sett sig í samband við hótelin.Kristófer Oliverss, formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu, segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW airvísir/eyþór„Við merkjum afbókanir í talsverðum mæli. Þetta eru einhverjir tugir á dag og við finnum fyrir þessu nokkrar vikur fram í tímann. Það eru bæði afbókanir og fólk hreinlega kemur ekki sem við áttum von á,“ segir Kristófer. Það ríki mikil óvissa því hótelin viti ekki með hvaða flugfélagi fólk, sem bókar herbergi í gegnum bókunarsíður á borð við booking.com, á flug með. Staðan sé eins á öðrum hótelum. „Þetta er mjög slæmt að þetta kemur ofan í heimatilbúna vanda okkar sem eru verkföllinn. Það gerir höggið enn verra,“ segir Kristófer en að öllu óbreyttu hefjast tveggja sólarhringa verkföll um tvö þúsund félagsmanna Eflingar og VR á miðnætti á þriðjudag. Kristófer segir að það sé misjafnt hver réttur fólks sé þegar kemur að endurgreiðslu. Það fari eftir þeim skilmálum sem fólk kvittar undir þegar herbergið er bókað. Eitt algengasta bókunarformið sé að menn geti afbókað með tveggja daga fyrirvara án nokkurs kostnaðar. Í þeim tilfellum sé tjónið mikið. Í sumum tilfellum eigi fólk ekki rétt á endurgreiðslu. „Við höfum náttúrulega mikla reynslu úr eldgosinu. Við getum boðið fólki að koma síðar og svo framvegis og reynum að gera þetta eins mjúklega og hægt er en bendum náttúrulega á að menn eru með ferðatryggingu og það er hún sem menn nýta fyrst,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35 Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við vandræðum WOW Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir skorta verulega á viðbrögð stjórnvalda við falli WOW air. Það vanti alveg efnahagsleg viðbrögð. 30. mars 2019 16:35
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Reykjavíkurborg gefur strandaglópum WOW gestakort Samstarfsaðilar um gestakort Reykjavíkur hafa ákveðið að bjóða erlendum strandaglópum WOW air ókeypis gestakort fram yfir helgi. 30. mars 2019 14:10