Guðjón Valur: Okkur er nánast sagt bara að þegja Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 15:29 Guðjón Valur berst fyrir breytingum. mynd/stöð 2 sport „Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í
Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira