Helgi Svanur Haraldsson hefur verið ráðinn til Advania til að leiða þjónustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar. Hann fór áður fyrir stafrænni umbreytingu, sjálfvirknivæðingu og gagnavísindum hjá KPMG á Íslandi.
Í tilkynningu frá Advania, þar sem greint er frá ráðningunni, er ferill Helga reifaður. Hann lauk meistaragráðu í stærðfræði frá háskólanum í Warwick á Bretlandseyjum og hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Deloitte við gagnastjórnun.
Þá er hann jafnframt sagður hafa komið „viðburðaappinu“ Who's Up á legg og nýtt gervigreind til að tengja fólk saman. Samhliða því á Helgi Svanur að hafa starfað sjálfstætt við gagnavísindi og arkitektúr gagnakerfa í fjármálageira og smásölu í Singapore, Shanghai og London.
„Gervigreind er ekki lengur eitthvað sem aðeins er stundað á rannsóknarstofum heldur er tæknin orðin aðgengileg og getur reynst fyrirtækjum mjög arðbær. Helgi Svanur kemur með mikla þekkingu og reynslu af gervigreind og leiðir sókn Advania á því sviði. Það er tímabært að íslensk fyrirtæki nýti sér þessa tækni til að skapa sér samkeppnisforskot,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania, í fyrrnefndri tilkynningu.
Gervigreindarmógúll frá KPMG til Advania
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Ísland brotlegt í pitsaostamálinu
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent

Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið
Viðskipti innlent

ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins
Viðskipti innlent

Trump-tollar tóku gildi í nótt
Viðskipti erlent

Enn ein eldrauð opnun
Viðskipti innlent


Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike
Viðskipti innlent

Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist
Viðskipti innlent