Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 15:38 Mikill hiti er að færast í umræðunni um þriðja orkupakkann. Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál til að ala á ótta og skora keilur hjá þeim hinum óupplýstu. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli. Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sakar Þorstein Sæmundsson, starfandi þingflokksformann Miðflokksins, um að fara vísvitandi með rangt mál í þeim tilgangi að ala á ótta og skora stig hjá þeim sem vita ekki betur. Þann málflutning segir Smári Þorstein viðhafa í tengslum við umræðu um 3. orkupakkann. „Ég stóð við hlið Þorsteins Sæmundssonar áðan, en báðir vorum við í viðtali við RÚV vegna þriðja orkupakkans. Þá hélt Þorsteinn, sem er einn varaforseta Alþingis, því fram að það væri einhvernveginn vafasamt að ríkisstjórnin bæri þetta fram sem þingsályktunartillögu frekar en lagafrumvarp, því þá væru bara tvær umræður frekar en þrjár og engin undirskrift forseta. En þetta veit hann að er algjörlega út í hött, og hann spilar þarna mjög vísvitandi inn á vanþekkingu fólks á ferlum Alþingis, í þeim tilgangi að ala á hræðslu og skora einhver stig hjá fólki sem hefur gleypt við áróðrinum,“ segir Smári á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu.Þetta veit Þorsteinn Ekki ætti að þurfa að hafa um það mörg orð hversu alvarlegar ásakanir þetta mega heita. En þær mega vera til marks um að verulegur hiti er og hefur verið að færast í umræðuna um orkupakkann. Víst er að stjórnarandstaðan á þingi stillir ekki saman strengi sína í aðhaldi við ríkisstjórnarflokkana með þessu áframhaldi. Smári segir samþykki Alþingis fyrir því að taka upp „gerðir í EES samninginn er hvorki lög né jafngildi laga, þannig að það myndi ekki meika sense að taka gerðir upp með lögum. Það er aldrei gert. Þetta veit Þorsteinn.“ Smári segir jafnframt að þriðji orkupakkinn sé ekki bara ein þingsályktunartillaga; „heldur ein slík um að taka upp tilskipanirnar í samninginn, og svo tvö lagafrumvörp (með þremur umræðum og undirskrift forseta) til að innleiða breytingarnar (sem snúast aðallega um neytendavernd), og svo önnur þingsályktunartillaga um að breyta aðeins stefnu stjórnvalda um uppbyggingu raforkukerfisins til samræmis við allt hitt.“ Þetta veit Þorsteinn Þannig er þetta, að sögn Smára, hvorki meira né minna en tíu mismunandi umræður, lágmark fjögur nefndarálit, tvær undirskriftir forseta, og fleira til. „Þetta veit Þorsteinn.“ Smári vill meina að þriðji orkupakkinn sé fínn. Það sé „ljóta leyndarmálið“, snúist um neytendavernd og eftirlit með eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. „Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt. Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra. Þetta veit Þorsteinn.“ Sjá má Facebookfærslu Smára hér neðar en hún hefur þegar vakið mikla athygli.
Alþingi Miðflokkurinn Orkumál Píratar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira