Slys í fjölskyldunni ástæða leyfis Gunnars Braga Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2019 13:36 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins þurfti að bregðast við aðstæðum í fjölskyldunni og tók sér því hlé frá þingstörfum. vísir/vilhelm Sonur Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Miðflokksins fótbrotnaði illa í dráttarvélarslysi. Sem svo er helsta ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi tók sér leyfi frá þingstörfum. Er þetta samkvæmt heimildum Vísis. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann greindi frá því að hann ætlaði að taka sér frí frá þingstörfum. Hann sagði ástæðuna persónulega en tilgreindi ekki nánar hvers vegna hann gerir nú hlé á störfum sínum. Í kjölfarið hefur fyrirspurnum rignt yfir fréttastofu og einnig Miðflokkinn og allskyns kenningar, sem ekki er vert að tíunda, verið settar fram. Vísir reyndi að ná í Gunnar Braga fyrr í dag vegna málsins en án árangurs. Samkvæmt heimildum fékk þetta slys mjög á Gunnar, en sonur hans umræddur er fjölskyldumaður; á þrjú ung börn og vildi Gunnar Bragi fara norður, hvar sonur hans er búsettur og rekur bú og vera til staðar. Slysið var fyrir um viku. Ekki liggur fyrir hversu langt hlé Gunnar Bragi mun gera á störfum sínum á þinginu en Una María Óskarsdóttir er varaþingmaður Gunnars Braga og starfandi þingflokksformaður Miðflokksins er Þorsteinn Sæmundsson.Uppfært 15:20 Vísir sendi fyrirspurn í morgun á skrifstofu Alþingis vegna þessa leyfis Gunnars Braga og svör þaðan, sem voru að berast nú síðdegis, herma að Gunnar Bragi Sveinsson sé veikindaleyfi, ótímabundnu og heldur launum eins og gildir um þá sem eru í veikindaleyfi. Alþingi Miðflokkurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. 5. apríl 2019 18:29 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sonur Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns Miðflokksins fótbrotnaði illa í dráttarvélarslysi. Sem svo er helsta ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi tók sér leyfi frá þingstörfum. Er þetta samkvæmt heimildum Vísis. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann greindi frá því að hann ætlaði að taka sér frí frá þingstörfum. Hann sagði ástæðuna persónulega en tilgreindi ekki nánar hvers vegna hann gerir nú hlé á störfum sínum. Í kjölfarið hefur fyrirspurnum rignt yfir fréttastofu og einnig Miðflokkinn og allskyns kenningar, sem ekki er vert að tíunda, verið settar fram. Vísir reyndi að ná í Gunnar Braga fyrr í dag vegna málsins en án árangurs. Samkvæmt heimildum fékk þetta slys mjög á Gunnar, en sonur hans umræddur er fjölskyldumaður; á þrjú ung börn og vildi Gunnar Bragi fara norður, hvar sonur hans er búsettur og rekur bú og vera til staðar. Slysið var fyrir um viku. Ekki liggur fyrir hversu langt hlé Gunnar Bragi mun gera á störfum sínum á þinginu en Una María Óskarsdóttir er varaþingmaður Gunnars Braga og starfandi þingflokksformaður Miðflokksins er Þorsteinn Sæmundsson.Uppfært 15:20 Vísir sendi fyrirspurn í morgun á skrifstofu Alþingis vegna þessa leyfis Gunnars Braga og svör þaðan, sem voru að berast nú síðdegis, herma að Gunnar Bragi Sveinsson sé veikindaleyfi, ótímabundnu og heldur launum eins og gildir um þá sem eru í veikindaleyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Skagafjörður Tengdar fréttir Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. 5. apríl 2019 18:29 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. 5. apríl 2019 18:29