Kátt í höllinni hjá Landsbankafólki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Árshátíð Landsbankans fór fram í Laugardalshöll á laugardagskvöldið. vísir/vilhelm Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum. Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð. Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna. Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för. „Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Það var mikið um dýrðir þegar starfsfólk Landsbankans gerði sér glaðan dag í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fóru hátíðarhöldin vel fram og afar góður rómur gerður að bæði veitingum og skemmtiatriðum. Leikararnir og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóri DNA voru veislustjórar. Boðið var upp á veislumat og frítt léttvín og bjór fyrir gesti meðan á borðhaldi stóð. Óhætt er að segja að stórskotalið íslenskra söngvara hafi troðið upp. Stórsöngvararnir Friðrik Dór og Jóhanna Guðrún sungu af sinni alkunnu snilld. JóiPé og Króli komu fram. Ekki síðri lukku vöktu Magni Ásgeirsson og sjálfur Beggi í Sóldögg, Bergsveinn Arilíusson, sem kom óvænt fram. Sannkölluð sveitaballabomba þar. Heldri gestir kunnu þá að meta frammistöðu Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar og loks lokaði hinn eini sanni Helgi Björnsson dagskránni við rífandi undirtektir bankastarfsmanna. Í tilefni árshátíðarinnar var í Laugardalshöllinni settur upp sérstakur karókísalur þar sem þær Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir stjórnuðu för. „Þetta var rosaleg árshátíð,“ segir einn gestanna sem gekk hratt um gleðinnar dyr á hátíðinni í samtali við Fréttablaðið á sunnudag, en baðst undan því að vera nafngreindur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins var hátíðin í boði starfsmannafélags bankans en greiða þurfti fyrir miða maka.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira