Ofbeldi borgaryfirvalda í Grafarvogi Jón Ragnar Ríkharðsson skrifar 7. apríl 2019 22:15 Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skoðun Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun