Kraftlyftingakonur sem borða lambakjöt og hafragraut Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2019 19:15 Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut. Þeir sem æfa kraftlyftingar hjá Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Selfossi æfa í Crossfit Selfoss undir styrkri stjórn Örvars Arnarssonar. María Sigurjónsdóttir sem er frá Miðmörk undir Eyjafjöllum og Valdís Hrönn Jónsdóttir sem er frá Gillastöðum í Dalabyggð, báðar búsettar á Selfossi í dag, voru meðal 38 keppenda frá Íslandi sem tóku þátt í Special Olympics í Abu Dhabi í síðasta mánuði. Báðar náðu þær frábærum árangri í kraftlyfingum og komu heim með nokkra verðlaunapeninga utan um hálsinn. María fékk t.d. verðlaun fyrir allar keppnisgreinarnar sínar en það var í réttstöðu, bekkpressu og hnébeygju og sameiginlegum greinum. Valdís fékk líka verðlaun í hnébeygju, réttstöðu, bekknum og svo sameiginlegum greinum. Báðar fóru þær því fjórum sinnum á verðlaunapall til að sækja verðlaunapeningana sína.En hvað var skemmtilegast á ólympíuleikunum ? „Bara allt, kynnast öllu fólkinu, vera þarna og hafa mjög gaman, það var bara allt“, segir Valdís og María tekur heilshugar undir það með henni. Valdís og María eru mjög duglegar að æfa kraftlyftingar og segja lyftingarnar mjög skemmtilega íþrótt. En af hverju eru þær svona sterkar? „Ég kemur úr sveit segir María og Valdís segist líka koma úr sveit. „Það hlítur að vera það, lambakjötið og hafragrauturinn“, segja þær báðar hlægjandi. En hvað er svona skemmtilegt við kraftlyfingarnar? „Allt bara, félagsskapurinn, þjálfarinn og bara allt saman. Svo er bara svo ógeðslega gaman að lyfta, maður fær svo mikla útrás í þessu, þannig að þetta er bara rosalega gaman“, segir Valdís um leið og þær segjast báðar mæla með kraftlyfingum, sem skemmtilegri íþrótt. Árborg Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tvær kraftlyfingakonur á Selfossi komu heim hlaðnar af verðlaunapeningum en þær kepptu báðar á Special Olympics í Abu Dhabi. Báðar segjast þær vera svona sterkar því þær séu úr sveit og borði lambakjöt og hafragraut. Þeir sem æfa kraftlyftingar hjá Suðra, sem er íþróttafélag fatlaðra á Selfossi æfa í Crossfit Selfoss undir styrkri stjórn Örvars Arnarssonar. María Sigurjónsdóttir sem er frá Miðmörk undir Eyjafjöllum og Valdís Hrönn Jónsdóttir sem er frá Gillastöðum í Dalabyggð, báðar búsettar á Selfossi í dag, voru meðal 38 keppenda frá Íslandi sem tóku þátt í Special Olympics í Abu Dhabi í síðasta mánuði. Báðar náðu þær frábærum árangri í kraftlyfingum og komu heim með nokkra verðlaunapeninga utan um hálsinn. María fékk t.d. verðlaun fyrir allar keppnisgreinarnar sínar en það var í réttstöðu, bekkpressu og hnébeygju og sameiginlegum greinum. Valdís fékk líka verðlaun í hnébeygju, réttstöðu, bekknum og svo sameiginlegum greinum. Báðar fóru þær því fjórum sinnum á verðlaunapall til að sækja verðlaunapeningana sína.En hvað var skemmtilegast á ólympíuleikunum ? „Bara allt, kynnast öllu fólkinu, vera þarna og hafa mjög gaman, það var bara allt“, segir Valdís og María tekur heilshugar undir það með henni. Valdís og María eru mjög duglegar að æfa kraftlyftingar og segja lyftingarnar mjög skemmtilega íþrótt. En af hverju eru þær svona sterkar? „Ég kemur úr sveit segir María og Valdís segist líka koma úr sveit. „Það hlítur að vera það, lambakjötið og hafragrauturinn“, segja þær báðar hlægjandi. En hvað er svona skemmtilegt við kraftlyfingarnar? „Allt bara, félagsskapurinn, þjálfarinn og bara allt saman. Svo er bara svo ógeðslega gaman að lyfta, maður fær svo mikla útrás í þessu, þannig að þetta er bara rosalega gaman“, segir Valdís um leið og þær segjast báðar mæla með kraftlyfingum, sem skemmtilegri íþrótt.
Árborg Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira